Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 36

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 36
338 Mjagnús Jónsson. Nóv.-Des, Það vav betra fyrir Hallgrím að vefjast ekki tunga um tönn þegar liann hafði ráðist í annað eins og það, að ger- ast forsöngvari á himnum. Og betur befir aldrei verið sungið. Um þessi 4 síðustu vers er það réttast bermt, sem séra Mattlnas Joehumsson seg'ir um Hallgrím í öðru sambandi: Við „verðum að sleppa öllum samanburði“. Ég' vík þá næst að H. sálminum: Hrópaði Jesús háit í stað. Hann er mjög ólíkur 25. sálminum að flestu nema snilldinni. Megineinkenni hans er liinn dæmalausi, tign- arlegi innileiki. Ef 25. sálmurinn minnir á fjallgöngu og flug í hæstu liæðir, minnir 44. sálmurinn á friðandi org- antóna í fagurri dómkirkju. Matthías Joelnimsson telur þennan sálm með mestum heilagleikablæ allra Passíu- sálmanna, og Valdimar Briem telur hann einlivern dýr- mætasta huggunarsálm. En á bitt má einnig líla, live meistaralega þessi sálm- ur er saman settur. Hann er sennilega ortur i áföngum, en hann hlýtur að vera þaulhugsaður allur í heild. Hann minnir á vel gerða tónsmíð, þar sem ákveðin stef eru með liöndum höfð, unnin úl og fléttuð saman eftir lmit- miðuðum reglum, án þess þó að andríkið verði nokkru sinni út undan, eða að listarhandtökin skyggi á. Textinn er ortur i einu versi, og í lok þess hljóma bæði þau stef, sem mynda alla uppistöðu sálmsins, en það eru orðin „faðir“ og „hendur“. Eftir það fer sálmurinn fram í skýrum áföngum. Fyrst eru versin 2.—(i. Þátturinn hefst með inngangs- versi, en því næst er lagt út af orðinu „faðir“. Þá eru versin 7.—15. Þátturinn hefst einnig með inn- gangsversi, en ])ví næsl er lagt út af orðinu „hendur“. Þá er að hætti góðra tónskálda nokkurt hlé til þess að þreyta ekki, fagur millileikur, djúpsett sálgæsluráð, reisl á dæmi Jesú Krists. Þessi þrjú vers, 16.—18. vers gætu verið alveg sjálfstæður sálmur, yndislegar áminningar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.