Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 28

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 28
.330 V. Sn.: Minningarnar vakna. Nóv.-Des. þannig hafi verið um fleiri. Ég man t. d. að ég mætli fyrrnefndri stéttarsystur inni, sem fór lit úr bænmn til að leita einveru, eins og ég. Iiið fyrsta verk mitt, þegar inn í borgina kom, var að ná mér i sálm Newman’s á frummálinu, og áður en ég eiginlega vissi af, var ég byrjaður að þýða hann. Þegar „minningarnar vakna“ kemur margt upp úr djúpum sálarlífsins. Þýðingu minni skaut á þann iiátt upp. Ég læt iiana „flakka“. Yera má, að hún þyki ekki mikils virði, en ég hefi þá máske ekki heldur „úr háum söðli að hrapa“. Sjálfum þylcir mér væn't um hana, því að hún minnir mig á „augnablik helgað af himinsins náð“ og þann mann, sem mér hefir ])ótt einna vænsl um og fundizt bera Iiæsl í kennslulisl og persónulegum áhrifum þeirra manna, er ég hefi kynnzt. — Þýðing mín er svona: Skín, blessað ljós, því nóttin grúfir grimm; ó, greið mér för! Eg langt á heim, og nóttin niðadimm; eg flýtti för! Um hásýn víða hirði eg ei neitt: í Herrans fylgd mér nægir fótmál eitt. A æskudögum ei eg fyrr þig bað að flýta för. Eg þóttist viss, unz sá eg syrta að og seinka för. Mér fannst eg mikill; faðir líknarhár, ó, fyrirgef mér drambsins köldu ár! Eg veit, að þú varst ljós á minni leið, og léttir för, í björtu, dimmu, böli og sárri neyð þú bættir kjör. Nú sé eg brosa engilandlit blíð, sem eitt sinn þekkti eg, en týndi’ um hríð! Ég þakka þér, veika stéttarsystir, alll gott, og þó allra helzt það, að þú vaktir miningarnar frá 1908 úr Þyrni- rósasvefni liðinna annríkisára. Guð i)lessi þig! V. Sn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.