Kirkjuritið - 01.12.1943, Qupperneq 7
Kirkjuritið.
Jólin og jólin.
309
Hægl og liljótt, lieilaga nótt,
faðniar þú frelsaða drótt,
plantar Gnðs lífstré um liávetrar hjarn,
himnesku smáljósi gleður hvert harn.
Friður um frelsaða jörð.
Finnum vér ekki á slíkri stund, að eilífðin er lögð oss
í brjóst? Hvílík gjöf þjóð vorri, ef hvert heimili fengi
að vera undir áhrifavaldi eilífðarinnar.
Öllum er boðinn aðgangur að hinni lieilögu gleði. Oss
er öllum hoðið að verða samferða hirðunum og vitring-
unum. Oft hugsa ég um þetta, og meir og meir eftir þvi
sem árin líða, að ef Jesús hefði fæðst í auðlegð og i met-
orðum og verið fagnað með viðhöfn veraldarinnar, þá
liefðu margir sagt: „Þetta er ekki handa mér“. En sjá
nú ekki allir, að enginn þarf að vera út undan. Það þarf
ekki neitt sérstakt hátíðaskart til þess að lúta niður að
barni, sem liggur i jötu. Þú getur komið eins og þú ert,
hvort sem þú ert í fylgd með hinum ríku vitringum eða
verður samferða hinum fálæku hirðum.
Hinir voldugustu hafa tekið af sér kórónuna lijá jöt-
unni, og hinir fátækustu, hinir þjáðu og sorgbitnu, hafa
þar kropið við hlið liinna ríkustu og allir sameiginlega
játað fátækt sína, en allir horft með trú og kærleika á
hið fátæka barn, sem er hið ríkasta barn, af því að það
á hinn himneska auð, og vill veita öllum hlutdeild í
þeim auði. Nemum staðar hjá jötunni og segjum:
Ég ekkerl sjálfur á né hef,
af auðlegð þinni part mér gef.
Menn hafa oft sagl um kristna kirkju, að hún væri þerna
hinna auðugu og voldugu. En sannleikurinn er sá, að
hún á að vera ambátt Drottins, reiðubúin að flytja erindi