Kirkjuritið - 01.12.1943, Blaðsíða 11
Kirkjuritið.
Jólin og jólin.
313
og með englum Guðs, með öllum þeim, sem liafa lekið
á móti hinni hinmesku jólagjöf, svngjum vcr jólasálm-
inn Guði til dýrðar:
Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim
mönnum, sem hann hefir velþóknun á.
Þá nægir oss ekki, að vér höldum jól 2 eða 3 daga sam-
kvæmt gamalli venju. Oss nægja aðeins hin kristnu jól,
sem flytja oss fagnaðarerindið um hann, sem gjörðist
fátækur vor vegna, þótt liann ríkur væri, til þess að vér
niættum auðgast af fátækt hans. Þá segjum vér ekki
eingöngu: Jólin koma. Vér segjum um fram allt: Jesús
Kristur kemur. Þá fögnum vér á réttan hátt jólunum og
eigum liátíðargleði i fylkingu Guðs barna, sem árlangt
eiga í iijarta hin himnesku jól.
Amen.
Jólakveðja til sjúks barns.
Þegar skúra- og skuggaélin svörtu
skerða gleði og veikja manna hjörtu,
kemur Jesús jólabarnið blíða,
burtu brekur alla sorg og kvíða.
Hann kemur til að lækna manna meinin
að mýkja og græða sorg og harmakveinin.
Hann þerrar tár af þreyttum, grátnum hvarmi
og þrýstir oss að sínum móðurbarmi.