Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 14
316
Selma Lagerlöf.
Nóv.-Des.
líf'. Og um régn getur ekki verið að ræða, Guði sé lof,
fyr en eftir tvo, þrjá mánuði.
— Þú getur verið alveg rólegur, andvarpaði brunn-
urinn. Ekkert megnar að lijálpa mér. Til þess þyrfti að
minnsta kosti uppsprettulind frá Paradís.
—• Þá skal ég ekki skilja við þig, unz öllu er lokið,
sagði þurrkurinn. Hann sá, að brunnurinn gamli var í
andarslitrunum, og vildi nú njóta þeirrar ánægju, að
sjá liann fjara út í dropatali.
Hann hagræddi sér á brunnkerinu og þótti gaman að
lieyra, hvernig brunnurinn stundi niðri í djúpinu. Hon-
um var einnig mikil unun að því að sjá þyrsta göngu-
menn koma að brunnkerinu, sökkva fötunni í og draga
hana upp aftur með örfáum gruggugum dropum í á
botninum.
Þannig leið dagurinn á enda. Og þegar myrkrið skall
á, leil þurrkurinn aftur ofan í brunninn. Enn glytli þar
niðri í örlítið vatn.
— Ég verð liér í nótt, hrópaði liann. Ekkert liggur á
fyrir þig. Þegar hirtir svo, að ég get séð aftur ofan í ])ig,
])á er ég viss um, að úti verður um þig.
Þurrkurinn hreiðraði um sig á hrunnlokinu, en heit
nóttin — enn þungbærari og kvalafvllri en dagurinn —
breiddist yfir Júdaland. Hundar og sjakalar ýlfruðu lál-
laust, og þyrstar kýr og asnar svöruðu þeim úr heitum
fjósunum. Þegar vindur bærðist við og við, veitti hann
engan svala, lieldur var lieitur og mollulegur eins og
andköf stórrar, sofandi kynjaskepnu.
En stjörnurnar lýstu með mildasta ljóma, og blikandi
baugur af nýju tungli dreifði fögru, blágrænu ljósi á gráa
ásana. Og í þessu skini sá þurrkurinn stóra lest mjakast
í áttina upp að ásnum, þar sem brunnur vitringanna var.
Þurrkurinn sat og horfði á þcssa löngu lest og fagnaði
á ný hugsuninni um allan þorstann, sem heindist að
hrunninum, en myndi ekki finna vatnsdropa sér til svöl-
unar. Þarna kom svo stór liópur af skepnum og lesta-