Kirkjuritið - 01.12.1943, Síða 8
310
Bjarni Jónsson:
Nóv.-Des.
lians, hvort sem liún er send til hinna ríku eða fátæku.
Gagnvart Guði eru allir fátækir og þarfnast allir misk-
unnar, Kirkjan er send til þeirra, og við það eru tengdar
hinar fegurstu minningar, er kirkjan hefir hlýtt þessu orði:
„Sá, sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði“. Hún
hefir lært þetta af honum, sem fæddist á hinni lieilögu
nótt.
Guð leitar ávallt að þeim, sem þarfnast hjálparinnar.
Hve mörgum verður hann þá að leita að? Hann leit yfir
heiminn. Sá hann nokkurn, sem þurfti ekki að lijálpa?
Nei. Það varð að hjálpa þeim öllum. Þesvegna sendi
liann þá hjálp, sem nægir öllum. En hann valdi hina fá-
lækustu sem fulltrúa allra hinna fátæku, til þess að
enginn gæti sagt: Þetta er handa öllum nema mér.
Ef allt færi eftir vilja Guðs, þá væri gott hér að vera.
Þá væri enginn hafður út undan. Þá væri fyrir því séð,
að hinum minnsta væri ekki gleymt. Þannig fór Guð að.
Þannig fer liann alltaf að. Könnumst við það, að vér
höfum ekkert til þess að mæla fram með oss fvrir aug-
liti Guðs. Þá skilsl oss, hve það er inndælt um að hugsa,
að fulltrúar vorir skuli vera fátækir hirðar á erfiðri
næturvöku.
Hugsum um þetta nú á jólunum, því að nú er mjög
dimmt á næturvökunni. En einmitt i baráttu og myrkri
næturvökunnar ljómar hirta Drottins. Nú er kveikt á
öllum ljósum. .Tólaguðsþjónustan hefst, og mönnunum
er fluttur boðskapur frá himninum.
Menn skyldu ætla, að menn ásamt hirðunum segðu:
..Sjáum þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefir
kunngjört oss“. Nei, fjöldamargir tala á allt annan veg.
Þeir kannast ekki við, að þeim hafi verið kunngjört þelta
af Diotni. Hvernig svara þeir tilkynningunni um hina