Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 44

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 44
346 Afstaðan til ættlandsins. Nóv.-De». Ég Ijósið sé, sem lýsir yfir hafið, mitt land þitt nafn er djúpt í hjartað grafið. Til þín ég kafa gegnum brim og boða, unz berst ég heim í nýjum morgunroða. Ingibjörg Guðmiinctsson. Afstaðan til ættlandsins. Kirkjuritið er nú öflugasta og ljúfasta tengitaugin milli mín og ættiamlsins, næst bréfum systkina minna. Hafa vil ég i hyggju að senda Kirkjuritinu smágrein, en óttast helzt, að ég tiafi fatt, sem því er samboðið. Vissulega væri gott, að þjóðarbrotið vestra ætti sem bezta samleið með móðurkirkjunni. Minna ber nú en fyr á deilumálum, má segja, að fullur friður ríki. En ])vi miður er slarfsdugur að dvína í báðum hópunum, elzta fólkið fellur i va), íslenzka hugsunin, málið sjálft og samúðin með því er því miður fremur ,,í orði en á borði“. Þessir ægilegu timar orsaka djúp- tækt rót í byggðum og bæjum, sem óhjákvæmilegt er. En öll af- staða til ættlandsins er hlý, hlýrri en fyr, enda er ísland nú miðpunktur, sem um er ritað, luigsað og talað. Sigurður Ólafsson, prestur, Selkirk.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.