Kirkjuritið - 01.12.1943, Qupperneq 29
Kirkjuritið.
Konungur Passíusálmanna.
Eftir dr. Magnús Jónsson prófessor.
Hver Passíusálmanna er beztur?
Þelta er spurning, sem íslendingar liafa oft borið upp
fvrir sjálfum sér og öðrum á þeim 277 árum, sem liðin
eru síðan Passíusálmarnir komu fyrst út. Oft liefir þetta
verið rætt og um það deilt á kvöldvökum i íslenzkum
baðstófiun. Passíusálmar Hallgríms hafa verið bafðir
um liönd og lærðir, rannsakaðir og tignaðir betur og
meir en nokkurt annað íslenzkt skáldverk síðari alda ao
minnsta kosti. Og víst er um það, að kappræður um
gildi einstakra sálma liafa oft verið á djúpum og gild-
um rökum og innlifaðri þekkingu reistar.
Langt er frá því, að okkar kynsióð sé Passíusálmunum
jafn handgengin og undanfarnar kynslóðir liafa verið.
(>eta til þess legið margar ástæður aðrar en þær, að
Iiún vilji ekki meta þetta dásamlega verk, og skal ekki
frekar ut i það farið. En einnig nú bera menn upp þessa
spurningu, liver Passíusálmanna sé beztur.
Segja má, að þetta sé í sjálfu sér fánýt spurning. Henni
verði aldrei svarað svo, að fullgilt sé. Einn sálmurinn
nær hjarta þessa manns, annar hins. Og dómarnir fara
h’ka eftir því, við hvað er miðað og hvað mest metið.
En einn kostur er þó við það, að hera þessa spurningu
upp fvrir sér og öðrum. Hún hvetur til nákvæmrar rann-
sóknar og síendurtekins lestrar þessa ágæta verks. Ef
dóin skal kveða upp um þetta efni svo, að nokkurs virði
sé, verður að lesa sálmana hvað eftir annað, hera þá
saman, vega og meta, kveða upp dóin og endurskoða
hann í sífellu. Þetta lield ég að væri ágæt æfing, og fáir