Kirkjuritið - 01.12.1943, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Minningarnar vakna.
Ég lieimsótti nýlega kennslukonu eina, sem nú liggur
rúmfösl. Við vorum lítið kunnug að vísu, en þó ekki
með öllu ókunnug. Höfðum verið saman á kennaranám-
skeiði vorið 1908. Það niun liafa verið fyrsta kennaranám-
skeiðið, er séra Magnús heitinn Helgason sá um. Síðan
þá liöfðum við, ég og þessi stéttarsystir mín, ekki liitzt
fyrr en nú, svo að ég muni. Eðlilega heindist tal okkar
að miklu leyti að samverutímanum 1908 og fólkinu, sem
við vorum með, hæði nemendum, kennurum og' skóla-
stjóranum. Við áttum hæði margar minningar um þetta
vornám, enda vorum við með ágætu fólki, hæði nemend-
um og kennurum. Hæsl bar þó skólastjórann í hugum
okkar heggja. „Enginn var séra Magnúsi líkur“. Hann
mun liafa kennt uppeldis- og kristinfræði og sjálfsagt
háðar greinirnar með ágætum. Þó bar mestan ljóma
af kennslu lians i kristnum fræðum í endurminniiigum
okkar. Við minntumst hæði stunda, er „hjörtun brunnu
sem á jólum“. Sérstaklega man ég eftir einni kennslu-
slund, síðla á námsskeiðinu, sem hafði geysimikla þýð-
ingu fyrir trúarlíf mitt og máske úrslitaþýðingu. Sömu
söguna ínunu fleiri geta sag't, ef þeir vildu. í þessari
minnisstæðu kennslustund hej'rði ég getið í fyrsta skipt-
ið um Englendinginn Jolm Henry Newman og sálm hans:
„Lead, kindly light“ (Lýs, milda ljós). Séra Magnús rakli
efni eins versins í óbundnu máli og minntist baráttu
höfundarins á þann hátt, að mér varð það hugstætt. Ekki
veit ég, hvort séra Magnús vissi nokkuð um þýðingu
Matthíasar, en hitt er víst, að liana sá ég ekki fyrr en
4 árum síðar. Eftir kennslustundir dagsins fór ég ein-
förum út fyrir bæinn. Ég liefi ástæðu til að hahla, að