Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 61

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 61
Kirkjuritið. Brekkukirkja í Mjóaf. fimmtug. 363 af H. V. Holm, miklum iistamanni, í Kanpmannahöfn; hún er þvi 71 árs. Þeir, sem aðallega beittu sér fyrir byggingu kirkjunn- ar, voru séra Þorsteinn Halldórsson, og lireppstjóri Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku, sem báðir unnu að þessum málum með lestu og fyrirliyggju, en margir fleiri sýndu í orði og verki, að bygging kirkjunnar var þeim áhugamál hið mesta, og studdu það á allan hátt. Séra Þorsteinn Halldórsson var fyrsti prestur l>ess- arar kirkju. Hans fagra söngrödd hljómaði hér í kirkjunni i 22 ár, og munu margir eiga siðan ljúfar endurminningar um ó- gleymanlegar stundir í kirkjunni frá þeim tíma. Áður var hann búinn að vera prestur við Fjarðarkirkju í 10 ár, svo að prestur Mjófirðinga var hann í 32 ár, og er það langur tími. Það hafa 5 prestar starfað við kirkjuna, og verður þeirra minnzt hér i dag af öðrum. Fyrstu sóknarnefnd Brekkusóknar skipuðu: Vilhjálmur Hjálm- arsson, hreppstjóri á Brekku, Benedikt Sveinsson póstafgreiðslu- maður, Borgareyri, og Konráð Hjálmarsson kaupmaður, og voru þeir áhugamenn að hverju, sem þeir gengu, enda unnu þeir mik- ið og gott starf í þágu kirkjumálanna. Villijálmur var formaður nefndarinnar og hafði liann umsjón með byggingu kirkjunnar. Hann var í sóknarnefnd í 25 ár, eða lengur en nokkur annar og formaður nefndarinnar og fjárhaldsmaður kirkjunnar allan þann líma og einlægur stuðningsmaður hennar. Hann var síungur til starfa, þó að gamall yrði að árum, og' vann ötullega að þessum málum, sem voru hon'um alvörumál. Margir fleiri liafa lengi að þessum málum starfað, t. d. Gunnar Jónsson, Holti, Sigurður Eiriksson, Höfðabrekku og Eiríkur G. ísfeld, Hesteyri, sem sýndu, að þeir vildu lilynna að kirkjunni og liennar starfi, og aðstoða presta kirkjunnar i starfi sínu. Jón Árnason frá Hofi var sá, sem fyrstur lét orgeltónana bergmála um kirkjuna. Spilaði hann við vígslu hennar og lánaði orgel sitt í hana. Hann hefir spilað hér lengi í kirkjunni, og sýnt í því starfi rnikinn áliuga, °g var þessi kirkja ein fyrsta kirkjan á Austurlandi, sem fékk °rgel, og átti hún það mikið að þakka áhuga Jóns Árnasonar, hve fljólt hún eignaðist hljóðfæri. Jón var fyrsti söngstjóri kirkj- unnar, og á hann þakkir skilið fyrir sitt góða starf i þágu kirkj- söngsins, Sigdór V. Brekkan tók við af Jóni, og stjórnaði söng hér í kirkjunni, þangað til hann flutti úr sveitinni, og leysi það starf mjög vel af hendi, eins og öUum er kunnugt, sem til þekkja, °g er hann alltaf tilbúinn að ljá okkur örfandi hönd, til styrktar okkar kirkjumálum, og hefir það verið okkur ómetanlegur stuðn- ingur í starfinu. Söngstjóranna verður nánar getið í erindi á eftir. Það hafa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.