Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 5

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 5
Kirkjuritið. Jlólin og |ólln. Jólaprédikun eftir séra Bjarna Jónsson Liík. 2. 1-U. Höfum vér lnigsað um það, hve gotl þau heimili eiga, sem fá að halda jól? Það eru margir heimilis- lausir nú á jólunum, margir landflótta, í útlegð, þrælk- un og margskonar neyð. Höfum vér hugsað um það á þessum síðustu árum, hve vel hefir verið farið með oss fslendinga? Vér syngjum í jólasálminum: „Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður“. Vetrarmyrkrin sýna mátt sinn i heimi nevðar- innar, andvarpið stígur upp frá særðum heimi. En hjá oss stendur friðarengill blíður. Eigum vér ekki að kannast við óverðskuldaða náð Guðs? Það er gjöf frá Guði, að vér nú megum halda jól. En vér höfum einnig áður fengið að halda jól. Vér tigum helgan fjársjóð. Það eru jólaminningarnar. Eg man eftir aðfangadagskvöldinu heima lijá foreldr- um mínum. Þegar ég lnigsa um jólin heima og hina heilögu stund í kirkjunni, sé ég alltaf, hve dimmt sem verður kringum mig, bjarmann frá tendruðu ljósi. Ég gleymi aldrei hinni heilögu nótt, er ég var barn lieima. Þá logaði ljósið alla nóttina. En ég man ekki aðeins eftir hinni heilögu nótt. Ég sé svo greinilega fyrir mér birtuna á jólamorgni, er menn vöknuðu mjög snemma og hátíðlegur kærleikshreimur var í morgunkveðjunni Gleðileg jól. Ég man liið hátíðlega augnablik, er kveikt var á kertunum, og jólaguðspjallið var lesið. Allt sé ég þetta svo greinilega í ljósi minninganna. Þá vöktu þessi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.