Kirkjuritið - 01.12.1943, Blaðsíða 52
354
Sigurður Pálsson:
Nóv.-Des.
nokkur illæri, sem þó voru ekki verri en oft höfðu áður
yfir þjóðina dunið, lil þess að biskupsstóllinn var flutt-
ur frá Skálholti að Laugarnesi við Reykjavík. — Þá stóð
enn í Skálholti hin síðasla veglega kirkja, sem á landi
hér liefir verið. Hún var rifin og seld á uppboði í árefti
fyrir búalýð nágrannasveitanna, og þar með var hið 743
ára helgisetur yfirgefið i rústum og sambandið við sögu
þess og menningu rofið. Biskupinn fluttist á kotbýlið
Laugarnes. Þar var byggð ný „stofa“ yfir hann, sem svo
var lek, að eftir nokkurra ára bil hrökklaðist biskup það-
an til Reykjavíkur, og síðan hefir enginn biskupsstóll ver-
ið á Islandi og biskupinn verið embættismaður einn
og enginn höfðingi. — Um undanfarin 140 ára skeið liafa
sár Skálholtsstaðar sízt gróið, og hver sem nokkuð þeklcir
til þess veglega sætis, sem Skálholtsstaður skipar í sögu
þjóðarinnar, fær ekki orðum að því komið, liversu ber
hans blygðan er.
Allir, sem í Skálholt koma og vita hvar þeir standa,
finna lil þess, að saga staðarins verður ekki frá honum
skilin, liinsvegar er þeim erfitt að samrýma þá helgitil-
finningu, sem þeir ósjálfrátt hafa í sambandi við staðinn,
og núverandi útlit hans og lilutverk, og svo er loks komið,
að liver íslendingur Iilýtur að blygðast sín fyrir að láta
erlenda menn sjá þennan helga stað, og er óumflýjanlegl
að gera það, sem frekast er unnt, til þess að afstýra slík-
um heimsóknum. — Þó að mörgu sé áfátt í menningu
vorri, er hún naumast í nokkurri grein svo fyrirverðanleg
sem í meðferð vorri á þessum allra helgasta stað þjóðar-
innar. Úr þessu verður að bæta og sýna þessum tigna
stað livern þann sóma, sem sögu hans hæfir.
Hvað á að gera við Skálholt?
Um það hefir lítið eitt verið rælt og þó lauslega varpað
fram, að reisa mætti þar búnaðarskóla, auk þess sem frum-
varp hefir komið fram á Alþingi um að flytja þangað hinn
alm. menntaskóla í Reykjavík. Um siðara atriðið skal hér
ekki rætt, þar sem það getur naumast til mála komið. Um