Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 41

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 41
KirkjuritiÖ. Méssugjörð fyrir 70 árum. 279 og þá einkum í sætum þeim, sem hefðarkonur skipuðu ásamt dætrum sínum og venzlakonum. Norðanmegin í innsta sæti var öldruð kona, fríð sýnum, grannvaxin og ekki fyrirferðarmikil. Það var Ragnheiður Vigfús- dóttir, prests að Reynivöllum, Eyjólfssonar. Ragnheiður var ekkja eflir Kolbein hreppstjóra á Hofsstöðum, Árna- sonar i Ivalmanstungu, Þorleifssonar. En kona Árna og móðir Kolbeins var Halldóra Kolbeinsdóftir, prests i Miðdal, Þorsteinssonar. — Þá er miðaldra kona, dökk yfirlitum, svört á hár og' köld á svip. Það er Halldóra, dóttir þeirra lijóna, Rágnheiðar og Kolbeins. Var hún þá með síðari manni sínum, Sigurði Þorsteinssyni, í tvi- býli við móður sina á Hofsstöðum. Fýrri maður hennar var Sigurður Jónasson, Iiins gamla, prests í Reykholti. Þá er ung stúlka, hávaxin og gervileg, langleit, hereyg og ekki fríð sýnum, með svail iiár mikið, greindarleg og svipmikil. Var það Ragnheiður, dóttir Halldóru Kol- beinsdóttur og' Sigurðar Jónassonar. Voru þau bræðra- börn, hún og séra Þórður, þáverandi sóknarprestur. Ragnheiður varð kona Magnúsar Blöndals frá Hvammi í Vatnsdal. Þeirra son var Benedíkt Blöndal kennari á Hallormsstað, sá er úti varð fyrir fáum árum. Sunnanmegin sat öldruð kona, stórvaxin, frið sýnum og að öllu hæði gervileg og glæsileg. Þelta var Kristín, kona Jón Þorleifssonar á Kjalvararstöðum. Kristín var dóttir Einars Þórólfssonar í Kalmanstungu og siðari konu lians, Helgu Snæbjarnardóttur, prests i Grims- tungu, Halldórssonar Hólahiskups, Brynjólfssonar. En kona séra Snæbjarnar og móðir Helgu var Sigríður Sig- valdadóttir, prests á Húsafelli, Ilalldórssonar. Kristín var áður gift Jóni hreppstjóra Kristjánssyni. Þau áttu fjölda barna. Hjá lienni sátu nú dætur hennar þrjár: Guðrún, Sigríður og Steinunn, allar gervilegar. Guðrún var kona Steingríms á Kópareykjum og móðir margra mannvænlegra barna. Meðal þeirra voru þeir séra Jón í Gaulverjabæ 'og Guðmundur S. Grímsson, dómari i

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.