Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 8

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 8
Jan.-Febr. Uppstigning. i. Gleðilegt nýár í Jesú nafni. Hvað felst í þeirri ósk? Það, að uppstigningin eigi sér stað. Að sama skapi sem uppstigning verður í lífi þinu, þjóðarinnar, mannkynsins, að sama skapi eignast þú, þjóðin, mannkynið gleðilegt ár í Jesú nafni. Nýlega hefir verið sýnt á leiksviði liér í Reykjavík stórmerkilegt og hrífandi leikrit, sem leiðir í ljós af- stöðu fólks eins og gengur og gerist til uppstigningar- innar. Það fær málaða altaristöflu af uppstigningu Jesú Krists sér að augnagamni, en lætur þar við staðar num- ið, vill ekki leggja í raun og veru eitt fet á brattann til fylgdar við hann. Uppstigning þess sjálfs er í hæsta lagi draumórar, hvikulir eins og morgunský. Því fer líkt og Pétri Gaut: „Já, óska þess, hugsa það, já, enda vilja það, en gera það, sjálfur skrattinn má skilja það.“ Það má segja um höfund þessa leikrits, að vinur er sá, er til vamms segir. Bak við hverja setningu brennur eldheitur áhugi á því, að skjótt verði skift um til hins betra. Lifið liggur við. Uppstigning Jesú Krists á ekki aðeins að vera um- hugsunarefni okkar stutta stund einu sinni á ári, á upp- stigningardag, heldur á hún að knýja okkur til að sækja upp á við livern dag, Iivert ár, alla æfi. Stefna lians í himininn á að vísa okkur veginn. Þetta skildu fyrslu lærisveinar hans. í þessum anda er frásögn Lúkasar í upphafi Postula- sögunnar, sagnfræðingsins meðal guðspjallamannanna, eins og hann hefir verið nefndur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.