Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 10

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 10
4 Ásmundur Guðmundsson: Jan.-Febr. Annaðhvort þú átt að stíga eða dýpra niður síga. Spádómurinn í Opinberunarbókinni um fjóra reið- menn virðist nú kominn fram. Sigurvegarinn og bar- dagahetjan liafa farið um löndin og böfin heimskaut- anna milli. Þvi næst fram binn þriðji vendi, þessi svörtum fáki rendi, og á metum hélt í hendi. Eftir honum bungurbleikur liryggðarmúgur skreiddist veikur, líkt sem kaldur kolareykur Aftast fór binn allra mesti — uggur stóð af heljar gesli — Bani fram á bleikum besti. Og' þótt orka sé leyst úr læðingi, sem valdið getur ægi- legasta bruni og tortímingu, þótt mannkyninu sé fengið í bendur fjöregg þess og megni að mölva eins og óviti, þá er enn lögð áberzla á stríð og' vígbúnað. Enn blasir við breiður og geigvænlegur vegur til Ileljar. Hins vegar vakir með mönnunum þrá til þess, sem betra er — ef til vill máttugri en nokkuru sinni fyr um lang- an aldur, þrá eftir sælla og bjartara beimi, þar sem dyggvar dróttir byggja, réttlæti og sannleiki, kærleiki og friður, þrá eflir nýrri öld að baki fæðingarhríðanna, dýrum groðri upp af blóði og tárum. Þessi þrá eftir uppstigningu mannkynsins brennur lieitast innan kirkju Krists, þ. e. með þeim mönnum, sem eru sannir lærisveinar bans. Hún befir jafnan brunnið þar síðan liinn fyrsla uppstigningardag, og máttur bennar er einkavon mannkynsins um það, að þessi veruleiki geti átt sér stað framundán. Söfnuður- inn fámenni á Olíufjallinu fyrir 19 öldum steig í raun

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.