Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 13

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 13
Kirkjuritið. Uppstigning. 7 an hafa öðlazt þennan kraft í samfélagi við hann. Sag- an sýnir okkur, að þetta liafa ekki verið veiklaðir hug- aróramenn, heldur eru í þeim flokki lieilbrigðustu gáfuðustu og mestu mennirnir. Og lítum nú til hetja eins og Sundars Singh, Kagawa og Alherts Scliweitzers, sem vinna ekki minni undraverk en Postulasagan segir frá. Enn í dag þakka margir himixri lifandi anda Krists uppstigninguna, að þeir hafa tekið nýja og hetri stefnu og vilja byggja allt líf sitt á samfélagi við hann. Frá bernsku höfum við alizt upp við boðskapinn um Krist. Og þótt við séum oft sljó og sein til að meta það, sem við höl'um átt að staðaldri, þá skiljum við samt, hvílík auðn myndi í sál okkar, væri allt þetta horfið. Þegar málarar vilja sjá sem bezt fegurð náttúrunnar umhverf- is sig, leita þeir nýrra og nýrra sjónarmiða. Hið sama skyklum við einnig gjöra frammi fyrir mynd Jesú frá Nazaret, sem guðspjöllin halda á lofti. Við hvert nýtt viðhorf munum við sjá nýja dýrð. Og þegar svo er kom- ið, að við nálega heyrum liann segja orðin, sjáum kær- leiksverkin, horfum á Guðshetjuna deyja og sigra, þá mun lifna við allt liið innra með okkur og við finna nálægð anda Jesú Krists gagntaka okkur. Þá getum við tekið undir með skáldinu: Öll lijarta míns dulin og deyjandi fræ urðu dýrðleg sem ljómandi vor. VI. Lærisveinarnir fyrstu áttu að verja þessum krafti Krists til þess að vera vottar hans „í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samaríu og til yztu endimarka jarðarinnar“. Hið sama gildir fyrir allar deildir: Kristnir menn eiga að vera vottar Ivrists á heimili sínu, i landi sínu og um alla jörðina. Það hoðar uppstigninguna ekki aðeins fyr- ir þá sjálfa, heldur einnig fj'rir mannkynið í heild. Fögnum nýja árinu með því að vera vottar Krists heima í verkahring okkar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.