Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 14

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 14
8 Ásmundur Guðmundsson: Jan.-Febr. En hvað er það að vera vottur Ivrists? Ýmsir ætla, að það sé að „vitna“, sem svo er kallað, tala um „frelsun sína í Ivristi“. Stundum eru þeir, sem ])að gjöra, sannir vottar Krists. En stundum hrópa þeir aðeins: Herra, lierra. Gríska orðið vfir vottur er mar- tyros, og átti frumkristnin með því sérstaldega við þá menn, sem lögðu líf sitl í sölurnar fyrir Ivrist. Þetta bendir í rétta átt. Vottur Krists er sá, sem hefir orðið snortinn djúpt af anda hans og' lætur áhrifin koma fram í lífi sínu og starfi. Dauðinn er aðeins hámark þeirrar kærleiksþjónustu. Að þekkja Ivrist er að þekkja velgjörðir lians. Þú veitzt, livað liann hefir fyrir þig gjört. Þegar andi hans hefir snortið þig — heilagur andi komið vfir þig, þá láttu það ummynda líf þitt, svo að það boði hann. Þá stefnir það á æðri leiðir og birtir i verkahring þínum ofurlítinn hluta af Guðs ríki. í guðspjöllunum er átak- anleg saga um geðbilaðan mann. Öll tilveran var ein- livern veginn gengin úr skorðum fyrir honum, og' hann æpti og harði sjálfan sig grjóti. Þá sá hann Jesú og varð albata. Sólin skein lionum björt og glöð, og hér- aðið blasti við fullt af yndi. Hann vildi fara i trúhoðs- för með Jesú. En Jesús sagði: „Far þú heim til þin og þinna og seg þeim, hve mikla hluti Drottinn hefir fyr- ir þig g'jört“. Og líf og starf þessa manns greiddi síðar hoðskap Jesú veg til hjartna fólksins i því hyggðarlagi. Svo skyldi einnig þér fara heima í verkahring þínum. Láttu sem þú sjáir ganga sjálfan Jesú undan þér og' rís upp til fylgdar við hanp í hugsunum, orðum og verkum. Þetta er öllum unnt í krafti lians, er þeir vilja einlæglega. Líttu t. d. á mæðurnar, sem oft eru fremst- ar i þessum flokki, hvernig þær fórna sér fyrir heimili sín og sýna þannig lögmál Ivrists og ríkis hans. Þar sér þú tæran, heilagan loga stíga upp frá arni heimilanna. Vinn starf þitt i anda Krists. Það gildir einu, hvert það er, svo framarlega sem það er heiðvirt starf. Minnstu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.