Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 17

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 17
Kirkjuritið. Uppstigning. 11 fram sinn skerf til þess eftir megni og ekki hika við að færa stórar fórnir. í heiðingjalöndunum bjóðast nú einnig einstæð tækifæri, sem verður að sinna. Þannig er t. d. í Kína annarhver leiðtogi þjóðarinnar kristinn, en aðeins einn af 100 hinna. Þaðan berst beiðnin vest- ur: Sendið okkur 100000 kristniboða. Svipuð er þörfin víðar. Og þótt erfiðlega liafi gengið fyrir vestrænar þjóðir að boða krsitni á stríðsárunum, sem ekki er að undra, þá má engin kristin þjóð daufheyrast við þessu kalli, svo að upp af mustarðskorninu litla vaxi meið- Urinn mikli, sem mun breiða um gjörvallan heim sín laufskálatjöld. IX. Barnaskapur, draumórar, munu margir segja. Hvern- ig ættu þessir fáu vottar Krists á dreif um jörðina að geta valdið því, að allt mannkvnið taki nýja og hetri s.tefnu, frá dauða til lífs? En bæði orð Jesú Krists og reynzla kynslóðanna sýna °g sanna, hvilíkur undramáttur er stundum fáum gef- inn. Það eru aðeins fáir alþýðumenn, sem Jesús gel'ur það fyrirheit, að þeir muni verða vottar sínir til yztu endimarka jarðarinnar. Hann nefnir þá salt jarðarinn- ar og segir þeim dæmisögu um agnarsmátt súrdeig, sem sem sýrir stóra mæla mjöls. Máttur hans fullkomnast i veikleika þeirra, svo að blessunina leggtir yfir lif fjöldans. Tignarveldi Rómaborgar bar liátt, er Páll ])ostuli var hlekkjaður þar í þröngum og dimnnun fangaklefa. Hvað var hann smávaxni maðurinn lijá því öllu? Og þó urðu bréfin hans stuttu, sem hann reit þar, miklu máttugri en allt Rómaveldi og reistu nýtt nki á rústum þess. Söfnuðirnir dreifðu voru eins og úropar i þjóðahafinu. En hvílíku'r kraftur fylgdi til ummyndunar á lífi mannkynsins: Útburður barna hætl- lr, skylmingarnar blóðugu leggjast niður, og smámsam- an verður fjölgyðistrúin, dáða í listum og ljóði, að þoka

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.