Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 18

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 18
12 Ásmundur Guðmundsson: Jan.-Febr. fyrir trúnni á einn Guð og föður drottins Jesú Krists. Þessi blessunarmáttur hinna fáu hefir aldrei þorrið síð- an í sögu kristninnar. Og það er að líldndum rétt, sem spekingurinn Einstein segir: „Ef tveir af hundraði alls mannkynsins hefðu risið gegn stríði af öllum þrólti lífs og sálar, þá hefði ekki skollið á ný heimsstyrjöld“. Sjá- um við ekki einnig skýrt nú árangurinn af lífi og starfi kristinna trúarhetja og píslarvotta á vorum dögum? Rísið því upp til dáða kristnir menn ineð öllum þjóð- um og sameinist. Þá er dagur framundan mannkyninu. X. Sú von er þó í dýpstum skilningi ekki reist á hinum fáu, heldur hinum eina, honum, sem nýja árið er við kennt og sjálfstæðisfáni okkar helgaður merki krossins. Hann hóf hendur sínar blessandi vfir lærisveinana forðum á Olíufjallinu. Þannig hvarf hann þeim sjón- um. Þeir vissu ])að, að þannig fvlgdist hann áfram með þeim og starfi þeirra úr eilífðinni. Þetta var því aðeins skilnaður að líkamlegum samvistum. En myndi Kristur nú hættur að blessa lærisveina sína, hann sem er hinn sami i gær og í dag og um aldir. Við eigum hann með tvennum hætti: Minningarnar um jarðlíf hans, dauða og upprisu, endurskin þess alls í sálum lærisveina hans. Og hann sjálfan eins og hann er nú í andans heimi og eilífðarinnar, sólarljómann frá sjálfum Guði, lmggandi, fyrirgefandi, blessandi. Við þá hirtu verða voltar hans til endimarka jarðar himinsljós i heiminum, hin sanna kirkja hans eldstólpinn, að hún fari fyrir mannkynið til landsins fyrirheitna. Hann — hann er uppspretta kraftarins og kærleikans. „Ég hef séð þig' oft í anda einn við föður síðu standa með þín blessuð bænaskil“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.