Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 28
22 Benj amín Kristjánsson: Jan.-Febr. sé fallinn engill með tiltölulega litla hjálpræðismögu- leika, heldur hinu, að hann sé andi, sem sé að fæðast úr álögum dýraríkisins; skaparinn sé með hann í deigl- unni og hafi ennþá hvergi fullmótað liann til sinnar myndar. Og með þróunarsögu lífsins á jörðinni í bak- sýn, má gera ráð fyrir, að sú sköpun geti tekið áramillj- ónir, fremur en áraþúsundir, svo að engum þarf að verða hverft við, þó að hægt miði á stuttu árabili. Hitt er þó ekki óhugsandi, að þróunin kunni að geta tekið stórt og óvænt stökk fram á við, er hún hefir náð viss- um áfanga, og takmarkinu geli þannig orðið náð fvrr en ráða mætli af fortíðinni. Þegar þess er gætt, að mannkynið hefir ekki lifað meir en fimmtugasta hluta ævi sinnar nokkru siðmenn- ingarlífi, þá er naumast annars að vænta en að villi- mennskan skjóti víða upp kollinum, líkt og húast mætti við af fimmtugum villimanni, sem tekinn væri úr frum- skógunum, og aðeins fyrir ári siðan væri farinn að reyna að iifa siðuðu lífi. Hætt er þá við, að hið frum- stæða eðli brjóti öðru hvoru af sér allar hömlur og gjósi upp eins og hraunleðja úr eldgíg. Miklu meiri undrun má hitt vekja, hversu framför siðmenningarinnar, vitsins og mannúðarinnar hefir þó verið stórkostleg, þrátt fvrir allt, þetta stutta timabil, og hversu geysilegu valdi maðurinn hefir á örskömm- um tíma náð yfir náttúruöflunum, Það má liiklaust segja, að framförin hafi orðið mikil i siðmenningu, jafnvel þó henda megi á þær ægilegu staðreyndir, sem drepið hefir verið á hér á undan, og jafnvel þó að það sé á engan hátt óhugsandi, að mannkynið kunni að geta tortímt sjáfu sér i næstu alheimsstyrjöld, sem háð væri með meiri gereyðingarvopnum en nokkru sinni áður hafa verið tekin í notkun i sögu mannkynsins. Þvi að gæta verður þess, að mannvonzkan liefir ekki farið að sama skapi vaxandi og máttur þekkingarinn- ar til eyðileggingarstarfsins. Þó að styrjaldarvopnin

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.