Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 35
Kirkjuritið.
Signrðnr Z. fiislason, prestnr á Þingeyri.
Hrapaöi til bana á leið til kirkju sinnar á nýársdag 1943.
In memoriam.
Þú gekkst að heiman glaður sveinn,
er glóði dögg í hlíðum
og sorgarskuggi sást ei neinn
á sumarmorgni fríðum,
og enn var bjart um alla jörð
og eintóm sól um Vopnafjörð.
Er leizt þú upp í loftin blá
á lífsins árdagsstundu,
þér brann í huga heilög þrá,
sem hrærði þína lundu:
Að flytja boðskap frelsarans
um fagra veröld kærleikans.
,Sjá hvíta akra!“ hrópar hann
úr himnunum sínum björtu,
.,mig vantar ennþá verkamann,
. að vinna hin blindu hjörtu“.
Þá kaustu að bera bróður-orð
um blóði roðna heljarstorð.
Og barnslegt hjarta og hrekklaust sló
svo hlýtt í þínum barmi,
þar grunlaus ást til allra bjó,
sem áttu í neyð og harmi.
Þú vildir allra bæta böl,
og bróður þíns var sjálfs þín kvöl.