Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 40

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 40
34 Helgi Konráðsson: Jan.-Febr. sem er gift Ólafi Kristjánssyni afgreiðslumanni í Reykja- vik. Árið, sem frú Anna dvaldist ekkja að Mælifelli, kynnt- ist ég henni mest og kom þá oft á heimili hennar. Verða þær komur mér mjög minnisstæðar. Þar var á heimil- inu tengdamóðir hennar, frú Björg Einarsdóttir frá Undirfelli, háöldruð. Hygg ég', að naumast sé unnt að lmgsa sér ástúðlegri vináttu milli móður og dóttur en var á milli þeirra tengdamæðgnanna. Þar var einnig fóstursonur þeirra hjóna, Kristmúndur Bjarnason stúd- ent, og yngri dóttir þeirra. Eldri dóttirin var farin að heinian og eins fósturdóttir þeirra, Guðríður Helga Hjálm- arsdóttir, þá húsett þar i sveitinni. Er mér minnisstætt, hve hlý voru þau bönd, sem tengdu Mælifellsheimilið saman, og hve mikillar virðingar og ástúðar liúsmóð- irin naut. En þó vakti annað enn meira athygli mína, það var samband nágrannaheimilanna við prestssetrið. Hver maður í sóknum Mælifellsprestakalls og reyndar viðar um Skagafjörð taldi sér slcylt og sjálfsagt að gera frú Önnu á Mælifelli hvern þann greiða, sem á hans valdi væri. Svo hafði hún unnið hjörtu allra þeirra, sem lcynnzt höfðu henni á þeim tuttugu og tveim árum, sem hún var húsmóðir á Mælifelli. Margir liöfðu komið komið þangað á þeim árum, margir ferðamenn gist þar, hörnin úr sóknunum höfðu dvalizt þar á vorin við fermingarundirhúning, unglingar verið þar til náms á vetrum og allmargt ungra pilta og stúlkna liafði komið þangað á unglings aldri og átt þar lieima til fullorðins ára. Sjálf liafði frú Anna aldrei talið eftir sér að heimsækja sóknarbörnin í gleði þeirra og sorgum. Þegar nágrami- ana þjáðu harmar ástvinamissis, gerði hún sitt lieim- ili að þeirra heimili, hafði sjálf með höndum undirbún- ing jarðarfararinnar og breiddi móðurlega hlýju og al- úð yfir viðkvæm sorgarsárin. Ég hygg, að ekki sé ofmælt, þó að sagt sé, að fjöldi þeirra vina, sem hún liafði þannig eignazt, hafi borið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.