Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 43

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 43
Kirkjuritið. Séra Halldór Bjarnason. 37 >,Orð fór af, að hann þótti fylginn sér í málarekstri. Ekki var mér kunnugt um það, en bjóst við, að þar, sem oftar, mundi eigi valda einn, er tveir deila. Á náinsárun.um var hann stilltur og óáleitinn, en tók fast á móti, ef á var leitað, enda kjarkmikill kraftamaður; en það kom sjaldan fyrir. Það var mér sagt, að liann var ræktarmaður mikill við ættingja sina. Bróðir hans var Páll Bjarnarson, cand philos. og kennari hér í bæn- um; systir var Guðrún, kona séra Lárusar Jóhannes- sonar, bróður Jóhannesar hæjarfógeta. Dætur þeirra, Maren og Lára, hafa á efri vanheilsuárum hans annast hann og hjúkrað honum af mikilli ræktarsemi. Önnur systir var ILalldóra, er stýrði lengi búi hans, og hin ÞOðja Ragnhildur, kona Páls Ólafssonar skálds. Hann var nú á 90. aldursári og var jafnan likamlega heilsu- hi'austur, en naut sín ekki að öllu á efri árum sínum. Hann kvæntist aldrei, en átti þessar góðu frændkon- Uv að. Ég vildi gjarnan minnast hans með fleiri kveðjuorð- um, en nú er ekki tími til að safna til þess drögum og Verð því að kveðja hann með hlýjum minningum um æskuárin, er við bjuggum okkur undir lífsstarfið, og yon um endurfundi“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.