Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 51

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 51
Kirkjuritið. Frú Elísabet Jónsdóttir. 45 Svo dunaði kall þitt; — þig kvaddi víður sær og Kambar og Heigi og Ingólfs vona-bær. — Og brim svall í hjarta, og brann þín heita ást. er bjartítran Hlíðung úr norðurvegi sást. Þið undruðust, kynntust og unnust heitum þrám með elding í hjörtum og morgunheiðum brám. Þið hétust og bundust og hurfuð köllun að frá heilagri kirkju og fornum sögustað. Að staðföstum miðum þið stefnduð heitum þrám; bú studdir og efldir við lífsins reynslu-nám hinn ráðsvinna bú-klerk, er réði öllu í hóf °g ríklyndur og fastúðgur gæfu-lín þitt óf. I Aðaldal norður grær minning mæt og kær, om mildhuga prestshjón rís þakkarlogi skær, er brennir ei, en hitar og lýsir víðilim, l>ar Laxá snýr að hafi með söngva-prúðum ym. Hver rótgróður hugur — hann man þinn stillta streng, — þinn staðfasta, raunvísa kirkju-þegn og dreng, er verndir þú í ranni og vildir alla sæmd, sú verðung er nú ráðin og guðlega dæmd. Ég sé — í efsta himni, hvar Elízabet frú að eilífðar samspili skipar gullin-brú °g hrærir streng til dýrðar und hæstu stjarna sveim ' með Helga prúða komin til föðurlandsins heim. Konráð Vilhjálmsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.