Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 53

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 53
KirkjuritiÖ. Við morgunbænir. 47 vera prestur. Ég iðrast þess aldrei að liafa gengið i þjón- ustu kirkjunnar. Það er ekki tími til að útskýra þetta nánar nú. En ég ^etla að segja ykur eina sögu úr sjálfs mín lífi. Ég' hefi sagt hana áður. Hún er söm fyrir því. 1 þessu sambandi á hún við. Ég var einu sinni, sem oftar, að skíra barn. Við skirn- ina var staddur listamaður nokkur, nafnkenndur söngv- ari innan lands og utan. Hann söng með sinni ágætu í'ödd við þessa skírn. Að athöfninni lokinni gekk hann iil mín og mælti: „Ég öfunda yður af þvi að vera í þjón- nstu kirkjunnar“. Af samtölum, sem ég hefi átt við hann °ítar en einu sinni síðan, veit ég', að þessi orð voru ekki ®ögð út í bláinn, heldur af næmum skilningi listamanns- >ns á lífsgildi þess orðs og þeirra atliafna, sem kirkjan hefir um hönd. jjSamverkamaður að gleði yðar“, svo fórust Páli post- nla orð um sitt starf. Samverkamaður að gleði safnaða smna -— þag er ag vera prestur: Samverkamaður Guðs að gleði trúarinnar, hvort sem er á hamingjunnar degi eÓa sorgarinnar tíð. Hverjum þeim, sem í þjónustu kirkj- nnnar gengur af lieilum hug, opnast víðar dyr og' verka- miklar, sem engin getur lokað, ef Guð hefir opnað þær °g ætlar þér að ganga inn um þær. Það er sagt um eina kirkju hér sunnanlands, að aldrei megi dyr hennar lokaðar vera, ella farist einhver sæfar- enda á sundinu milli lands og eyjar þeirrar, þar sem hún stendur. Þetta er að vísu þjóðsögn. En i líkingu hennar sjáum 'er mikinn sannleika. Dyr hinnar sýnilegu kirkju mega ekki lokast. Um þær a að gefa sýn í helgidóm eilífðarinnar, þar sem Jesús Éristur er æðsti prestur. Sú sýn ein fær hjargað frá hráð- um voða.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.