Kirkjuritið - 01.01.1946, Síða 68
62
Deildarfundir Prestafélagsins
Jan.-Febr.
kennsla fyrir kirkjuorganista geti farið sem víðast fram á
landinu".
„Lindin", rit Prestafélags Vestfjarða (frummælandi séra Jón
Ólafsson, prófastur, Holti). Gerð var í því máli eftirfarandi sam-
þykkt:
„Fundurinn samþykkir að fela stjórninni að liefja undirbúning
að útgáfu „Lindarinnar" og gefa liana út, þegar liún sér það
fært“.
Sendiprestar (Frummælandi séra Jón Kr. ísfeld, Bíldudal).
Samþykkt var:
„Fundurinn fer þess á leit við Prestafélag íslands, að það taki
aftur upp ferðapresta".
Um öll þau mál, sem fram komu á fundinum, urðu miklar
umræður, sem birtu einhuga áhuga fundarmanna á málum
kirkju- og kristindóms.
Stjórn lelagsins var endurkosin, en hana skipa:
Séra Jón Ólafsson, prófastur, Holti, formaður.
Séra Einar Sturlaugsson, prófastur, Patreksfirði, gjaldkeri.
Séra Eiríkur J. Eiríksson, Núpi, ritari.
Fundínum lauk að kvöldi þess 27. með bæn í Núpskirkju.
Formaður félagsins flutti bænina og kvaddi fundarmenn og árn-
aði þeim heilla og blessunar.
Aðalfundur Hallgrímsdeildar.
Ár 1!)45, þriðjudaginn 28. ág., var aðalfundur Hallgríms-
deildar settur í Stykkishólmi.
Fundurinn hófst kl. 4.30 síðdegis með því, að sunginn var
sálmurinn nr. 5, en þvi næsl flutti séra Magnús Guðmundsson
bæn og las síðari hluta 3(5. Daviðssálms. Á eftir var sunginn
sálmurinn nr. 230.
Þá var stutt hlé, en að þvi loknu sagði séra Magnús Guð-
mundsson, er var einn mættur úr stjórninni, fundinn settan.
Hinir stjórnarmenn voru forfallaðir, annar vegna veikinda, en
hinn vegna embættisanna. — Um leið og séra Magnús setti
fundinn las hann áhrifaríkt bréf frá formanni Hallgrímsdeild-
ar, séra Þorsteini prófasti Briem.
Fundurinn sendi formanni deildarinnar eftirfarandi skeyti:
„Þökkum bréfið. Biðjum allir um blessun Drottins þér og þíu-
um til handa. Kol. 1,26.“
Þá var formanni Prestafélags íslands sent svohljóðandi skeyti:
„Blessun og náð Drottins vors Jesú Krists sé með Prestafé-
lagi íslands."
Þá var fundi frestað til næsta dags.