Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 70

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 70
64 Deildarfundir Prestafélagsins. Jan.-Febr. tlósentsembætti það við guðfræðideild Háskóla íslands, er stofn- að var með lögum á síðasta Alþingi“. Þá flutti séra Jósef Jónsson bsen, en sunginn var sálmurinn: „Yist ertu, Jesú, kóngur klár.“ Aðalfundur Prestafélags Austurlands. Aðalfundur Prestafélags Austurlands var haldinn á Seyðis- firði dagana 14.—16. september. 9 starfandi prestar sóttu fund- inn. Auk þess voru 3 safnaðarfulltrúar gestir á fundinum. Fundurinn hófst með því að formaður, séra Marínó Kristins- son, ias upp Efes. 6, 10.—17. og bað bænar á eftir. Sungnir voru sálmar fyrir og eftir. Þrjú erindi voru flutt á fundinum, þessi: Samband trúar, siðgæðis og listar. Flm. séra Pétur Magnússon. Kirkjusöngur. Fliu. séra Marínó Kristinsson. Prestssetrin. Flm. séra Jakob Einarsson, próf. Talsverðar umræður spunnust út af erindunum, einkum tveimur hinum síðartöldu, og samþykkti fundurinn í sambandi við þær eftirfarandi tillögur: 1. „Þar sem möguleikar eru taldir á því, að kennsla i harm- óníumleik geti fengizt á Eiðum fyrir organista kirkna á Aust- urlandi — en þörfin fyrir slika kennslu sumstaðar mjög að- kallandi — felur fundurinn stjórn Prestafélagsins að kynna sér áðurnefnda möguleika nánar, og vinna að þvi, að slík kennsla íáist árlega.“ 2. „Fundurinn lítur svo á, að prestssetursjarðirnar eigi hér eftir, sem hingað til, að vera miðstöðvar kirkjulegs starfs í héruðunum og prestarnir að liafa umráðarétt yfir þeim. Þar af leiðandi verði að fara mjög varlega í það að skerða jarðirnar. Þó megi teljast æskilegt, er lieimavistarskólar eru reistir í sveit- um, að litið sé til þeirra öðrum jörðum fremur og unnið að því að skólarnir standi þar. Ennfremúr lítur fundurinn svo á, að æskilegt sé að friðuð verði landspilda á hverri prestssetursjörð, allt að 1 fer. km., til gróðursetningar skógarplantna eða björgunar skógarlelfa, ef til eru. — Teigar þessir séu þó áfram í eign prestssetranna og prestar — eða ábúendur prestssetranna — skyldir til að ann- ast viðhald girðinganna og eftirlit með græðslu, undir umsjón skógræktar ríkisins.“ Þessu næst voru félagsmál rædd og stjórn kosin, og skipa bana: Séra Pétur Magnússon, formaður, séra Marínó Kristins- son, ritari, og séra Erlendur Sigmundsson, féliirðir. Laugardagseftirmiðdag sátu fundarmenn í boði sóknarnefnd-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.