Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 74

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 74
68 Hinn aímenni kirkjufundnr. Jan.-Febr. Hallgrimskirkja í Reykjavik. „Hinn almenni kirkjufundur fagnar því, að bygging fyrir- hugaðrar Hallgríniskirkju í Reykjavík er nú fullákveðin og þakkar ölium þeim, sem að því liafa stutt. Væntir fundurinn þess, að allir söfnuðir landsins stuðli að framkvæmd jjessa byggingarmáls eftir beztu getu“. Ilúsvitjanir og heimilisguðrækni. „Hinn almenni kirkjufundur telur nauðsyn bera til þess, að prestar leggi hina mestu rækt við húsvitjanir og að þær verði reglulegt sálgæzlustarf, þar sem meðal annars sé reynt að styðja alla heimilisguðrækni eða endurvekja hana, þar sem hún er horfin“. Héraðssamtök um eflingu trúarlifs. „Hinn almenni kirkjufundur skorar á presta og safnaðar- stjórnir að leitast við að koma á föstum samtökum meðal áhuga- manna í hverju prófastsdæmi til eflingar kristinni trú og sið- gæði innan héraðsins“. Daglegar guðræknisstundir i útvarpi. „Hinn almenni kirkjufundur telur eðlilegt og æskilegt, að guðræknisstundir verði daglegur útvarpsliður hér, eins og tíðk- ast hjá öðrum kristnum þjóðum. Treystir fundurinn því, að biskup og kirkjustjórn ieitist við að koma þessu lil vegar“. Barnaguðsþjónustur og kristileg starfsemi meðal ungmenna. „Hinn almenni prestafundur þakkar þeim prestum, sem flutt liafa reglubundnar barnaguðsþjónustur, svo og þeim ieikmönn- um, sem um iangt skeið hafa unnið sem sjálfboðaliðar að sunnu- dagaskólastarfi bæði i Reykjavík og víðar á landinu. En þar sem marga prestana vantar enn sjálfboðaliða sér til aðstoðar við starfið meðal barnanna og engar reglubundnar barnaguðsþjón- ustur fara enn framf í fjölmörgum prestaköllum, þá telur kirkju- fundurinn mjög æskilegt, að kirkjuráð ráði hæfan mann til að ferðast um og vekja og efla sunnudagaskólahald í landi voru“. Ókeypis námsbækur við kristinfræðikennslu í barnaskólum. „Kirkjufundurinn felur kirkjustjórn og kirkjuráði að lilutast til um það við ríkisútgáfu námsbóka og hlutaðeigandi stjórnar- völd, að harnaskólarnir njóti sömu kjara um allar námsbækur, er nota jjarf við kristinfræðikennslu, og um aðrar námsbækur barnaskólanna, að þær séu látnar börnunum i té ókeypis.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.