Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 77

Kirkjuritið - 01.01.1946, Side 77
Kirkjuritið. H. H.: Eftirþankar. 71 lífsreynslu, sem frændur vorir og aðrir í nágrannalöndunum fengu í síðasta ófriði, til að slíðra sverð óeiningar og sundur- iyndis í trúarefnum. Það er sagt, að hinar ýmsu trúarstefnur, ekki sízt í Noregi, liafi sameinast í eina heild, þegar í nauðirn- ar rak, og takið eftir, ,,að allir fingur eru jafnir, þegar i lófann er komið“, með öðrum orðum: Þeir fundu það bezt þá, að Guð er ekki neinn flokks guð, heldur Guð og Faðir heildarinnar. kyrir þann Guð eigum vér að berjast góðu baráttunni. Fyrir kans málefni eigum vér að berjast góðu baráttunni. Fyrir hans málefni eigum vér að heita sókn. Vér eigum að krefjast og vmna að, að kirkja Krists komist úr ambáttarsessinum upp i •’nottningarhásætið. Það er skylda hvers og eins, sem kirkju og kristindómi ann, að befjast handa og vinna af alefli að þWí, kirkjan fái þá stöðu í ríkinu, sem henni að Guðs og manna 'ögum ber. Vér verðum að berjast fyrir því, að hún fái þá eðstöðu að hún ráði sjálf málefnum sínum, en sé ekki háð dutl- nngum ríkisvaldsins og Alþingis, eins og það er í það og það S]nn skipað. Nú skal enginn taka orð mín svo, að ég haldi sér- •staklega fram aðskilnaði ríkis og kirkju, þó það væri máske *sl<ilegast, eins og nú standa sakir, meðan legið er á rétti kirkj- nnnar í allflestum greinum. Nei, það, sem fyrir vakir, er að kirkjan verði sjálfstæð stofnun, jafn rétthá öðrum stofnunum >nnan ‘ríkisheildarinnar, jiannig að sérstakt kirkjuþing verði sett á stofn, sem fjallar eingöngu um þau málefni, sem kirkj- una varða, með biskupum landsins ásamt kirkjuráði, og svo l'eim fulltrúum, sem til þess þings eru kosnir af söfnuðum lands- ]ns. A því þingi væru svo mál kirkjunnar afgreidd til kirkju- niálaráðlierra til samþykktar og að síðustu til Forseta íslands t]l staðfestingar. Ég get ekki séð annað en að hinu háa Aljdngi væri stór greiði nieð að létta af því því oki, sem kirkjumálin virðast vera því. Mér er það gleðiefni að vita, að allmargir eru sama sinnis og e8 i þessum efnum, hitt veit ég líka, að til eru menn, bæði vígð- ir og óvígðir, sem ekki geta hlustað á, að við neinu sé hróflað, °S allt sé bezt eins og það er og hefir verið. Slíkir menn, er •svo hugsa, sjá ekki lengra en Iengd sína og himinn þeirra rúm- ast undir askloki kyrrstöðunnar. Þegar hrifning grípur þjóðina, þá syngur hún fullum rómi: »Svo frjáls vertu móðir“, og talar j)á til fósturjarðarinnar. Mundi l'jóðin ekki taka líka undir, ef þessum orðum væri beint til kirkjunnar, vorrar andlegu móður. Það er staðreynd, að því meira frelsi, sem þjóðin hefir fengið síðustu tima, því betur hefir henni vegnað. Mundi ekki eins fara, ef kirkjan yrði leyst

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.