Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 3

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 3
KirkjuritiS. Jólasálmur. (Eftir I. O. Wallin, biskup). Heil, morgunsíundin miid og blíð, sem mönnum boðað fyrr á tíð Guðs helgir spámenn hafa! Hve dýrðleg stund er dagur sá, er drottins miskunn jörðu á lét gleðigeislum stafa. Hringið, syng'ið! Elli, æska, guðleg gæzka gaf oss soninn. Sekum ljómar sæluvonin. Hann ljómi Guðs og ímynd er, sem einnig rnaður gerðist hér, — já, bróðir breiskra manna. Hann er og Guðs hinn góði son, sein glæðir hverja dapra von í sálum syndaranna. Fögnum, fögnum! Friði hann heitir, frelsi veitir föllnum, sauðum, kærleiksvana, köldum, dauðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.