Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 19

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 19
Kirkjuritið. Guðsríki á jörðu. 313 Kvöl mannkynsins kallar á okkur, sem á Krist trúum, og knýr okkur alla til að reyna að leita vegar út úr helgreipum hörmunganna. Vegurinn er í raun og sann- leika til. Kristur bendir okkur á hann með einföldum og og' óbrotnum orðum. Hann gekk hann sjálfur. Það má einnig orða það svo, að liann er vegurinn, sann- leikurinn og lífið. Einu máttu samt sízt gleyma. Ætlir þú að leiða aðra þennan veg, verður þú fyrst og fremst að halda hann sjálfur. Gleðileg jól. Á. G. Þú guðdóms sanna sól, Þú guðdóms sanna sól, sveinn, er meyja 61, og sem hæst á hæðum nú hefir veldisstól, en sem ástargæðum þó alheims fyllir ból — gef oss gleðileg jól. Eyfirzkur höf.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.