Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 24

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 24
Nóv.-Des. * Um þýðingu Guðbrandarbiblíu. Fyrirlestur, fluttur á Prestafélagsfundi þann 19. júní 1946 af magister Chr. Westergárd-Nielsen Þegar Ásmundur Guðmundsson prófessor fór þess á leil við mig, að, ég flytti stutt erindi á Prestafélagsfundi, liugsaði ég strax lil allrar þeirrar vinsemdar, sem ég hefi orðið aðnjótandi lijá prestastétt Islands á ferðum mínum á íslandi, og mér fannst ekki mega minna vera, en ég yrði við þessari beiðni. En samt hraus mér liugur við að takast þetta á hendur vegna þess, að mér finnst ég ekki vera rétti maðurinn til að tala fyrir guðfræð- inga yfirleitt og sízt um eins veigamikið efni og þýðingu Guðbrandarbiblíu, efni, sem ég meira að segja lít á og verð að lita á sem málfræðingur og ekki sem guðfræð- ingur. Þar að auki get ég ekki sagt með sanni, að ég sé orðinn það hagvanur á svæði islenzlcra biblíuþýðinga, að ég þori umsvifalaust að fræða aðra um þetta efni. Samt sem áður er ég vist eini útlendingurinn, sem er búinn að fara yfir öll íslenzk guðfræðirit frá sextándu öld, og ég hefi undanfarið stundað Jiessa öld með það fyrir augum að geta einhvern tima lagt fram niðurstöð- ur mínar í bók. En rannsóknir mínar eru enn ófull- komnar, og því ber að líta á margt af því, sem sagt verð- ur bér, sem bráðabirgðaniðurstöður, sem ef til vill kunna að breytast, þegar maður velur sér nýjan sjónarhól og grannskoðar málið þaðan að nýju. Mér ber þessvegna að biðja áheyrendur og' lesendur mina afsökunar, bæði á því, hversu þetta erindi verður lítilfjörlegt séð frá guðfræðilegu sjónarmiði, og einnig á öðrum misfellum, sem i þvi kunna að vera.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.