Kirkjuritið - 01.12.1946, Síða 25
Kirkjuritið. Uni þýðingu Guðbrandarbiblíu. 319
Sextánda öldin er frá bókmenntalegu sjónarmiði bér
á landi eins og annarsstaðar öld siðaskipta og uppliaf
innlendrar prentlistar. Kirkjan var þá — þrátt fyrir öll
umskipti — í andlegum og veraldlegum valdasessi, og
varð hin nýaðflutta prentlist brátt auðsveipur þjónn
hennar. Fyrsta bók, sem prentuð hefir verið á íslandi,
er, eftir því sem menn vita, Breviarium Holense, er Jón
Arason lét prenta árið 1534 í prentsmiðju sinni. En
þessi bók hefir farið forgörðum að undanteknum þeim
tveimur blöðum, sem bafa fundizt í Svíþjóð og nú eru
ein varðveitt af því, sem Jón Arason lét prenta. Hins
vegar er fvrsta bókin, sem menn með vissu vita að liafi
verið prentuð á íslenzka tungu, Nýja testamentið í þýð-
ingu Odds Gottskálkssonar, prentuð árið 1540 i Hróars-
keldu í Danmörku.
Allir vila, bvernig Oddur Gottskálksson bóf þýðingu
sína á Nýja testamentinu i fjósinu í Skálholti. Sjálfur
kvað Oddur í gamni hafa komizt svo að orði við félaga
sinn, síðar biskup Gísla Jónsson, að undanleg væri ráð-
stöfun Guðs. Guðssonur befði ekki fengið annað rúm
að leggjast í, þegar hann fæddist í þennan heim, en
jötu, og nú yrði liann sjálfur að hýrast í fjósi, er liann
læki sér fyrir h'endur að se.gja frá fæðingu Guðs-
sonar og þýða guðspjöllin um hann.
Nýjatestamentisþýðing Odds er ein af vörðunum í
islenzkri bókmennta og menningarsögu, og þýðing lienn-
ar fyrir biblíumál komandi alda verður aldrei ofmetin,
því að Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar var grund-
völlurinn, sem prentaðar bókmenntir og bóklist byggð-
ust á. Þýðing Odds og máli hennar er nákvæmlega lýst
i bók Jóns Helgasonar prófessors „Málið á Nýja testa-
menti Odds Gottskálkssonar", sem kom út í Kaupmanna-
höfn 1929.
Þó að Oddur Gottskálksson sæktist aldrei eftir að
standa í fararbroddi siðaskiptamanna, varð hann braut-
rvðjandi og fyrstu árin eftir siðaskiptin að kalla má einn