Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 38
.332 Nóv.-Des. til hennar, þegar ráða skyldi örlög Skálholtskirkju og stóls. Skólinn var fluttur til Reykjavíkur og settur niður á Hélavöllum, og ákveðið, að dómkirkjuna skyldi einnig reisa þar, en timbur- kirkjan gamla, sem stóð í kirkjugarðinum við Aðalstræti, var aðh verða ónothæf. Byggingin var hafin. Sú saga verður ekki rakin hér, en ber raunalegan vott um rausnarskort valdhafanna dönsku. Arin liðu, og loks kom þar, að hún skyldi vígð. En þá var Hannes Finns- son biskup andaður fyrir fáum mánuðum og eftirmaður hans, Geir biskup Vídalín, enn ekki kominn að embætti, svo að merk- ispresturinn Markús Magnússon, stipcprófastur í Görðum á Álpta- nesi, vígði hina nýju Reykjavíkurdómkirkju 6. nóv. árið 1796. Það orkar ekki tvímælis hvílíkur merkisatburður það var fvrir Iteykjavík, sem þá var tíu vetra gömul sem höfuðstaður ís- lands. Ekki svo að skilja, að dómkirkjan væri í fyrstu glæsileg! bygging að ytri ásýndum, þótt hún bæri af húsunum, sem reist hofðu verið fyrir Innréttingar Skúla Magnússonar, því að þær voru flestar úr torfi, aðeins fimm timburhús. En þessi dómkirkja var úr steini, og hún er húsið, sem vér erum stödd í í dag, þótt 52 árum síðar færi fram á henni mikil endurbót, þegar hlaðið var ofan á gömlu veggina, við hana bætt kór og forkirkju og á hana settur nýr íurn, sem þó varð vegna fjárskorts allur annar! en æclað hafði verið. Að biskupsstóllinn er fluttur frá hinum fornhelga Skálholts- stað og hingað, er svo merkur atburður í sögu Reykjavíkur, að enginn merkari hafði áður orðið. Þetta varð upphaf þess, að gera hinn hádanska bæ að íslenzku menningarsetri, því að á eftir bisk- upinum fluttust hingað smámsaman aðrir æðstu embættismenn þjóðarinnar. Þessvegna hlýtur vígsludag dómkirkjunnar að bera hátt meðal merkisdaga í sögu Reykjavíkur í hugum þeirra, sem unna Reykjavík og vilja vita eitthvað um menningarsögu hennar. Dómkirkjunni var síðan breytt, en í þessu gamla guðshúsi er- um vér stödd í dag. 1 hálfa aðra öld hafa þessir gömlu og þykku vtggir skýlt þeim, er hingað komu til guðsdýrkunar. í eitt hundr- að og fimmtíu ár hafa flestir Reykvíkingar leitað hingað, sumir með sína heitustu gleði, fleiri með sína sárustu sorg. Milli heim- ilanna í bænum og dómkirkjunnar hefir verið náið samband, margir foreldrar hafa borið hingað börnin sín að skírnarlaug Thorvaldsens, miklu fleiri fylgt þeim hingað á fermingardegin- um og horft á eftir æsku Reykjavíkur ganga héðan frá altarinu og út í lífið, og hingað hafa lík flestra borgaranna verið borin, þcgar sálin var að kveðja íslenzka föðurlandið og flytjast til/

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.