Kirkjuritið - 01.12.1946, Qupperneq 42
336
Sýn Vasils.
Nóv.-Des.
húfuna hans og jafnvel alla leið ofan í augnahárin, löng og stór-
gerð. Yarð hann því öðru hvoru að krafsa framan úr sér.
„Vasil, eldurinn er að deyja út“, rumdi í einum af eldri mönn-
unum. „Áður en þessi ólánsnótt cr á enda, verðum við: allir dauð-
ir úr kulda".
„Við hefðum ekki átt að villast af veginum“, sagði annar í nöld-
ursróm.
„Við gerðum það nú ekki viljandi“, sagði hinn fyrnefndi. And-
rés Skurtu hét hann og var fyrir flokkinum, sem átti að gæta
fanganna, harður — eins og nafn hans — í skapi, og hinir ertu
hann á auðsveipni.
„Hvernig er hægt, kalinn á fóíum, að drasla jafnvel föngurn
vissan áfanga. Við þurftum að ná þorpinu fyrir néttina, en tókst
það ekki — því er ver. Ef við frjósum hér í hel til morguns, þá
hefir það margan hent, og það verður hvorki okkur né Guði
að kenna“.
„Hverjum þá?“ spurði einhver.
„Það er hvorki þitt né mitt að dæma“, hreytti Skurtu út úr sér.
„Það er stríðinu að kenna“, sagði annar gamall karl, Pétur
nokkur Pasca. Hann tók nú fyrst til máls.
„Stríð, stríð“, rumdi í Skurtu, stríð kemur eins og þurrkasum-
ar eða vatnsflóð yfir nýsána jörð“.
„En er stríð svoleiðis?" varð öðrum að spyrja.
„Þessir þýzku fjandmenn eru eins og frá skrattanum sjálfum",
sagði annar og reyndi árangurslaust að lífga í glæðunum.
„Fjárinn hirði þá“, sagði Skurtu og spýtti til áherzlu í glóðina.
Vasil sneri unga, veðurbarða andlitinu að hinum eldri mönnun:
„Mig tekur sárt til þessara fanga“, sagði hann.
„Sárt“, andmæltu nokkrir honum í einu. „Sárt til þessara út-
lendu hunda“.
„Þeir eru ungir og langt að heiman“, svaraði Vasil.
„Og við, hvað um okkur?“
„Við erum þó cnn heima í Kúmeníu.
„Það er sízt þeim að þakka“.
Vindbylur þyrlaði upp mildu kófi, og allir sneru sér svo, að
þeir fengu það í bakið.
„Þetta er hundanótt", sagði einn.
„Djöfulsnótt“, sagði annar.
„Drauga og dauðra nótt“, sagði hinn þriðji.
„Vasil. Við frjósum í hel, ef við finnum engan eldivið", sagði
Skurtu öðru sinni.