Kirkjuritið - 01.12.1946, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.12.1946, Qupperneq 44
338 Sýn Vasils. Nóv.-Des. kolli hægt og hægt. „Axlaðu byssu þína, Vasil, og farðu og leitaðu — allt er betra en ekki neitt“. Vasil yppti öxlum. „Eins og ykkur líst“, sagði hann, slengdi byssunni á bakið og lagði af stað án frekari andmæla. Hann kaf- aði stirðlega misfennið og skeytti lítt um, hvað hann fór, því að' hvar gat hann í raun og veru fundið eldsneyti. Það var nótt .... sléttan auð og tóm .... engir kofar neinstaðar, engin tré engar girðingar, ekkert .... ekki einu sinn gamall trébrunnur .... hvað gat hann fundið? .... Og Vasil þrammaði inn í ríki næturinnar, hrösull og hryggur. En margt sótti á hug Vasils, er hann tróð þessar dimmu slóðir, óljósar hugsanir, en hugsanir þó, jafnvel sýnir, fagnaðarsýnir, sem ekkert áttu skylt við vetur né strið. Hann sá fyrir sér gróðursælan dal og langan, langan rykugan veg eftir honum upp að þorpi bak við aldintré. Það var um sól- arlag og nautahjörð á heimleið á veginum, en unglingur rölti á eftir með græna tág í hendi. Hann blístraði angurblítt lag, þrung- ið friði, blístraði það aftur og aftur — alltaf sama lagið. Varir Vasrls reyndu ósjálfrátt að ná laginu, en þær voru sprungnar af frostinu, og aðeins örfáir undarlegir tónar bárust út í nóttina. En unglíngurinn hélt áfram að rölta eftir veginum um sólarlag. Itykið undan uxafótunum huldi andlit hans og hendur. Leiðin var löng, en ekkert lá á. Hvorki unglingurinn né skepn- urnar hirtu um það, hvað tímanum leið. Þegar komið var inn í þorpið, héldu virðulegu, gráu uxarnir hver heim í sitt fjós .... og hjörðin fór minnkandi eftir því sem pilturinn hélt lengra áfram. Hann sveiflaði táginni upp fyrir sig á göngunni og hélt áfram að blístra lagið sitt. Nokkur smábörn, göltur og gylta með grísurn, mógul, sem höfðu verið að rölta á veginum, þutu í aílar áttir undan hjörð- inni. Það var undið upp á litlu rófuna á grísunum og þeir hopp- uðu skringilega ófimlega. Börnin voru hávær og hálfber í skyrturæksnum. Fyrir framan flest-öll húsin var hlaðið hraukum af graskerjum, og langar purpurarauðar blómfléttur héngu um anddyrin eins og risa hálsmen úr feiknarlegum perlum. Yfir öllu þorpinu var mistur og letimolla. Það var fullt af friði .... friði . . . .friði .... og unglingurinn stikaði stórum heim til unnustunnar. Vasil hnaut um eitthvað í myrkrinu og lenti á hnén. Fallið var hægt, því að snjórinn var djúpur, en sýnirnar notalegu hurfu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.