Kirkjuritið - 01.12.1946, Síða 48
342
Sýn Vasils.
Nóv.-Des.
hafði komið með, og einskonar formæling brauzt fram af viirum
hans: „Það er kross“, muldraði hann, „kross, .... kross“.
Hinir risu á fætur til þess að athuga þennan þráða við, sem
Vasil hafði sótt, og alls konar óp kváðu við. En Vasil var hljóð-
ur. Örmagna af þreytu hné hann niður í snjóinn.
„Kross“, æpti Skurtu. „Hvernig dirfist hann að koma með kross“.
„Það er eldiviður og okkur er kalt“, andæfðu sumir.
„Látum það vera eins og það vill. En við getum ekki brennf
krossi“.
„Það væru helgispjöll“.
„Guð mundi formæla okkur“.
„Og þeir dánu líka“.
„En okkur er kalt, og þeir dauðu eru dauðir".
„En hvaða ábati er það hinum dauðu, að við frjósum í hel“.
„Við eigurn föðurland okkar að verja“.
„Það eru svo margir dauðir, sem enginn kross er yfir“.
„Svei. Hver dirfist að brenna krossi?“
Þannig hrópuðu allir í einu, nema Vasil og fangarnir þögðu.
Blygðun, þreyta og óljós reiði gagntók hug Vasils. Hvað gaí hann
gjört? Hann hafði ekki getað fundið neitt annað .......
Menn espuðust eða sljákkaði í þeim, eftir því sem deilan sóttisí.
En æðandi stormurinn tók undir og yfirgnæfði þessar veiku
mannsraddir og stælur þeirra ........
„Eg banna það“. Það var rödd Skurtu, orðin ofsareið. „Heldur
vildi ég sjá ykkur alla frjósa í hel og sjálfan mig heldur en að
Ieyfa það að brenna kross Krists“.
Gamla manninum varð ekki þokað. Það var eitthvað, er minnti
a stríðhærðan björn, þar sem hann bauð félögum sínum byrgin.
Snjónum hafði fhlaðið niður á hann, gamla, ófríða andlitið á hon-
um var blátí af kulda, hann stappaði niður helköldum fótunum
og barði sér til að halda á sér hita, þótt allt kæmi fyrir ekki. En
engar fortölur né ógnanir gátu fengið ihann, foringja flokksins,
til að skipta um skoðun: „Deyjum heldur, frjósum heldur í hel
en að við drýgjum þá dauðasynd að brenna heilagt íákn Krists“
Þögn var komin yfir þjáða hópinn, hálfdauðan úr kulda. Þeir
hnöppuðu sig eins og hræddar kindur, grúfðu andlitin í arma
sér og lágu svo kringum kalda öskuna, vinir og féndur saman
hlið við hlið. Þjáningin hafði brotið niður allar skorður. Þeir
voru að lokum allir aðeins menn frammi fyrir augliti Guðs og
grimmd vetrarnæturinnar.
Vasil lá lítið eit't afsíðis. Hann hvíldi höfuðið á krossinum, sem