Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 50

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 50
344 Sýn Vasils. Nóv.-Des. barn, sem Guð hafði komið til. Óumræðileg leiðsla hreif hann, 1>ví að sonur ljóssins var á leið til hans, Vasils — Vasils, her- mannsins, sem hafði stolið krossi frá dánum mönnum. En hvað var það, sem sonur Guðs bar á herðum sér, eitthvað dökkt og þungi og ægistórt? Krossinn hans. Kristur bar einnig krossinn sinn. Af hverju? Ó, af hverju? Hann kom svo létt yfir snjóinn, að krossinn virtist ekki þyngri en fis á herðum honum, en Vasil verkjaði enn í herðarnar eftir sinn burð. Veran bjarta nam ekki staðar andspænis unga hermanninum, en Vasil sá í svip himneska meðaumkun í augum hans. Hinrr heilagi hélt hægt áfram yfir bleítinn, þar sem Vasil kraup og gekk beina leið til hermannanna, er lágu sofandi í hring. Hann gekk milli þeirra, og Vasil sá — sá með eigin augum, hvernig' sonur Guðs varpaði krossinum á glæðurnar og hvernig dýrðleg- ur logi gaus upp frá þeim, læstist eftir krossinum, þangað til krossinn sjálfur var orðinn voldugur Ijóskyndill. Kristur hafði komið með sinn eigin kross, hafði komið með hann til þess að tendra eld, til þess að hraustir verjendur ætt- jarðarinnar skyldu ekki deyja úr kulda. Vasil mundi aðeins óglöggt, hvað gjörst hafði eftir þetta. Hann hafði dregist á hnjánum í áttina til logans helga, á hnjánum .... og síðan hafði hann hnigið í ómegin hjá þessu báli, sem bjargaði þeim. Dagur var risinn. Menn vöknuðu af svefni hver af öðrum. Ó, hvílík undur! Glæð- urnar, sem höfðu kulnað og dáið svo snemma nætur, voru nú rauðglóandi og geisluðu frá sér blessuðum hita, svo miklum og lífgandi, at vetrarkuldinn virtist ekki annað en mara, sem var liðin hjá. Allir drifu nú hægt og hægt frá draumþingum og fundu það á sér, að eiíthvað furðulegt hafði gerzt. Þeim var hlýtt ogi hugir þeirra gagnteknir af fögnuði, scm þeim var ekki unnt aft skýra. Jafnvel í augum fanganna fölleitu bjó undarleg birta, end- urskin af einhverju, sem var í ætt við gleði. Skurtu hrópaði til Vasils hárri röddu, sem átti að vera ógnandi, hvort hann hefði óhlýðnast skipun hans. Hafði hann brennt kross- inn, meðan yfirmaður hans svaf? Ó, nei. Krossinn lá þarna, eins og dauður maður með útréttan faðminn, og hjá honum kraup Vasil í snjónum með spenntar greipar og starði á sólaruppkomuna.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.