Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 54

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 54
348 Garðar Svavarsson: Nóv.-Dcs. blessandi gnægð. Hann á máttinn til að umbreyta öllu liinu smáa með oss i fegurð og tign. Margfalda gildi lífs vors. Gjöra það slórt, sem annars var smátt. Umbreyta öllu í gnótt liamingju og fegurðar. Þessvegna kom hann í lieiminn. Og þar sem tekið er á móti honum, þar hreytist aill og fær nýtt gildi. Tökum t. d. móðurástina. Hún á mikið gildi. En þá fyrst fær hún fullt gildi til blessunar, þegar Jesús er hafður með i verki. Það var móðir, liún var að kenna harninu sínu fyrsta vei’sið af sálminum „0, Jesú, hróðir hezti“. Hún sagði mér frá þessu sjálf. Barnið var ungt, og henni hafði ekki komið það í lnig fyrr að kenna því vers eða bænir. „En“, sagði hún mér, „mér fannst ég eignast litlu stúlkuna mína á nýjan hátt þetta kvöld“. „Við lijónin áttum liana ekki ein, ég vissi ]iað aldrei eins fyrr en þá, að liún var einnig Guðs.“ Og móðurástin dýpkaði. Jesús hafði komið og gjört allt nýtt. Gefið harninu i augum þeifra nýja auðlegð og enn undursamlegri tign. Þetta gjörðist nýlega, Jiví Jesús starfar alll til þessa. — Og Jietta var að sínu leytinu ekkert síðra undur en undur guðspjallsins um hrauðið og fiskana. Og ég Jiekkti ung lijón. Það var alveg' sérstaklega yndislegt samfélag. Það má lýsa því þannig með orð- um Ritningarinnar, „að þau kepptust um að vera hvort öðru fyrra til að veita liinu virðingu. Andrúmsloftið í heimilinu var alveg sérslakl. Það var eins og Jiað væri ósýnilega skrifað á hverjar dvr: Hér býr hamingjan. Ástundun hvors um sig gagnvart hinu lýsti úr augum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.