Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 57

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 57
Kirkjuritið. Séra Kristinn K. Ólafsson Eftir prófessor dr. Richard Beck. Séra Kristinn K. Ólafsson, fyrrv. forseti Hins evangel- isk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, hefir áratugum saman verið í liópi helztu forystu- og álirifa manna Islendinga þeim megin iiafsins, eigi aðeins sem kirkjulegur leiðtogi, heldur einnig með afslciptum sín- um af félags- og menningarmálum þeirra á víðtækara grundvelli. I septemberlok síðastliðið ár átti þessi at- kvæðamikli kirkjuhöfðingi 65 ára afmæli. Fer þess- vegna ágætlega á því, að lýst sé í höfuðdráttum atliafna- ríkri æfi Itans, og þar sem liann hefir sérstaklega lielgað lífsstarf sitt vestur-íslenzkri kirkjn og kristni, á sú lýsing hvergi betur heima en einmitt í Kirkjuritinu, enda hefir ritið með ýmsum hætli sýnt það í verki, að það vill leggja sinn skerf til brúarbyggingarinnar yfir liafið milli Islend- inga austan liafs og vestan. Séra Kristinn er fæddur 28. september 1880 i Garðar- byggð í Norður-Dakota, og var fyrsta barnið, sem fædd- ist í þeirri fögru og söguríku nýbyggð Islendinga. Hann er af ágætu bergi brotinn í báðar ættir, sonur hinna merku landnámshjóna Kristins Ólafssonar Jónssonar á Stokkahlöðum í Eyjafirði og Katrínar Guðríðar Ólafs- dóttur, prests Guðmundssonar á Hjaltabakka og Hösk- nldsstöðum í Húnavatnssýslu. Fluttu þau Kristinn og Katrín sumarið 1873 frá Víðigerði í Eyjafirði vestur um I^af til Mihvaukee-borgar í Wisconsin í Bandaríkjun- um, en settust litlu síðar að í Dane County þar í ríkinu °g bjuggu þar i þrjú ár. Þá fluttust þau til íslenzku ný-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.