Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 58

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 58
352 Richard Beck: Nóv.-Des. lendunnar í Lyon County í Minnesota og námu land í nágrenni við bæinn Minneota. Fjórum árum síðar (1880) tóku þau sig upp enn á ný og fluttu búferlum til Norð- ur-Dakota; voru þau í fyrsta fjölskylduhópnum, sem nam land í Garðarbyggð. Kristinn K. Ólafsson, sem er jafn gamall byggðinni, ólsl því upp á hinum fyrstu landnámsá'rum Islendinga á þeim slóðmn, og kynntist af eigin reynd þeim erfiðleik- um, sem frumbýlingarnir áttu við að glíma, en einnig sterkri framtíðartrú þeirra og framsóknarhug. Var það holt og vekjandi umhverfi gáfuðum og framgjörnum unglingum, enda hefir séra Kristinn margsinnis lýst á- lirifum þeim, sem liann varð fyrir á æsknárum, i ræðu oS riti. Meðal annars lýsir liann þeim á þessa leið í liinni ])rýðilegu minningargrein sinni um hinn víðfræga lækni, dr. B. J. Brandson, harnaskólakennara sinn og æskuvin (Sameiningin, júlí, 1944): „Það var hressandi blær yfir lífinu í Dakotabyggð- unum á frumbýlingsárunum. Menn höfðu trú á lifinu og framtíðinni, voru hugfangnir af byggð sinni og kjör- landi og liorfðu djörfum augum móti tækifærum lífs- ins. Þetla var lieilnæmt andrúmsloft fyrir l'ramsækinn æskumann. í þvi var þroski og menntun að eiga hlut- deild í þessum anda og taka þátt í því byggðarlífi, er liann ól.“ Stórhug nýlendumanna, framtíðardraumum þeirra og framsóknaranda liefir séra Kristinn einnig lýst fagur- lega í skörulegri ræðu fyrir minni íslenzku byggðanna í Norður-Dakota, er liann flutti á 50 ára afmælishátíð þeirra, 1. júli 1928 (Minningarrit um 50 ára landnám íslendinga í Norður-Dakota, Winnipeg, 1929), en þar víkur hann ennfremur nokkru nánar að hinum íslenzku menningaráhrifum, sem liann varð fyrir á æskuárunum í nýbyggðinni íslenzku í Norður-Dakota og bæði mótuðu hann andlega og urðu ákvarðandi fyrir framtíð hans, vörðuðu honum, sem mörgum öðrum ungmennum, veg-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.