Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 70

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 70
364 Richard Beck: Nóv.-Des. ýmsum stöðum í Norður-Dakota, nú skólastjóri i Minto þar i rikinu. Páll Theodor, f. 30. april 1911, stundaði nám í háskólanum í Seattle (University of Washington) með bókfærslu að sérgrein, og er nú bókhaldari lijá stóru verzlunarfyrirtæki í Los Angeles, en stundar jafn- framt framhaldsnám í sinni grein. Börnin af öðru hjónabandi eru: Sigrún Ólöf, fædd 18. október 1916, útskrifuð af háskólanum í Seattle með liæsta lieiðri 1935, liefir verið kennari á gagnfræðaskól- um í Washington-ríki, einnig stundað hljómfræði og píanóspil. Petrína Aurora, f. 1. febrúar 1918, útskrif- ist af Washington-háskólanum 1938, stundaði siðan framhaldsnám þar í bókavarðarfræðum (Lihrary Science) og' er nú bókavörður við Frances Shimer College í Mount Carrol, Illinois. Frederick Arlan, f. 1. september 1924, afburðanámsmaður, er varð efstur af nær 500 nemendum við fulnaðarpróf á Ballard gagn- fræðaskólanum í Seattle; einnig bar hann sigur úr l)ýt- um í allsherjar samkeppni um námsverðlaun frá eigi færri en þrem þjóðkunnum amerískum menntastofn- unum, meðal þeirra Harvard College (menntaskóladeild Harvard-háskólans), og hóf þar nám liaustið 1941, og vann þar annað ár sitt hin mikilsmetnu námsverðlaun, „The Jacob Wendel SchoIarship“; eftir sérstakt nám í japönsku, gekk hann í þjónustu ameríska sjóhersins á stríðsárunum, en er nú um það bil að vera leystur úr herþjónustu og hyrjar aftur nám sitt á Harvard á þessu hausti. Verkin hera því vitni, að séra Kristinn K. Ólafsson er atkvæðamikill merkismaður, en hitt er þó eigi síður verðugt frásagnar, að liann hefir verið vaxandi maður andlega, að viðsýni og umburðarlyndi í skoðunum. Ætla ég, að honum sé rétt lýst í eftirfarandi orðum úr ýtar- legri og athyglisverðri afmælisgrein um hann sextugan (Lögberg, 26. sept. 1940), eftir þáverandi sóknarbarn

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.