Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 76
370 G. J.: Fyrsti sunnud. í aðventu 1877.
Nóv.-Des.
Enimausgöngunni var enn ekki lokið. Þeir áttu eftir
að í'ara lieim að Broddanesi, en Bjarni fór þangað með
Birni. Það varð Bjarna hlutskipti að tilkynna aldur-
lmignum foreldrum, systkinum og vinum þessar miklu
fréttir. Það liafa verið þung spor. Þegar þeir komu liing-
að, var búið að lesa húslesturinn. Hér þurfti ekki að
rjúfa lielgihaldið með sorgarfregninni.
Þannig var þetta þá. En hvernig er það núna?
Kirkjurnar margar lokaðar, þótt helgur dagur sé. Hús-
lestrar niðurfallnir, að svo miklu leyti sem ég til veit.
Aðeins eitl er óbreytt. Dauðinn er alltaf á ferð um heim-
inn. En við skulum vona, að alltaf skíni einhver geisli
i gegnum myrkrið lians. Guðbjörg Jónsdóttir.
Fréttir
Séra Jóhann Hannesscn kristniboði
er nýlega kominn lieim eftir 7 ára starf í Kína. Hefir hann
einkum dvalizt í Hunan í Mið-Kína sunnanverðu og leyst mikið
verk og vandasamt af liendi, enda er hann maður brennandi í
anda og ágætum liæfileikum búinn. Kirkjuritið býður liann vel-
kominn heim og óskar honum allrar blessunar. Mun ritgerð eftir
hann birtast i næsta hefti þess.
Stúdentaráð Háskólans
efndi til hátíðamessu í Dómkirkjunni 1. desember. Séra Björn
Magnússon dósent prédikaði og séra Sigurbjörn Einarsson dósent
þjónaði fyrir altari.
Hálfrar aldar afmæli Akraneskirkju.
Hátíðaguðsþjónusta var lialdin í Akraneskirkju sunnudag-
inn 8. nóv. til minningar um hálfrar aldar afmæli kirkjunnar.
Við guðsþjónustuna fluttu þeir ræður biskup, héraðsprófastur
séra Sigurjón Guðjónsson og sóknarpresturinn séra Jón Guð-
jónsson.
Biskupinn dr. Sigurgeir Sigurðsson
hefir flutt frásögn um utanför sina til biskupafundarins í Svía-
ríki í tveimur útvarpserindum 27. okt. og 3. nóv.