Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 15

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 15
LJÖÐ. Þú, eilífi aldanna faðir, þú, upphaf og lífgjafi vor, sem gafst okkur geislann hinn fyrsta og gættir við hvert okkar spor. Við tignum þig, tilgangur lífsins, þig, tilfinning ástar og máls, sem gafst oss af guðsmætti þínum að ganga í heiminum frjáls. Þitt hjarta er alheimsins eining, og æðaslög þín erum vér. Þar getur ei orðið nein greining, við getum ei horfið frá þér, því æðarnar hjartanu helgast og horfið ei geta því frá, svo þessvegna, eilífi andi, við erum og lifum þér hjá. Er blærinn við blómknappinn minnist og bifar hið nýfædda strá, þá hljóma þín hjartaslög, faðir, í hugsunum vorum og þrá. Við reynum, í söngvum og sögum, að samstilla bergmálsins óm við grunntón frá gígjunni þinni, hinn guðlega, eilífa hljóm. Og hrifnir við dáum þín handtök í hvert sinn, er fræ rís af blund, þú skreytir það skrúðklæðum lífsins og skýlir því líknandi mund. Það einnig er æðaslag hjartans hins eina, og líkt eins og vér

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.