Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 82

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 82
80 KERKJURITIÐ Fréttir. Guðfræðisdeild Háskólans. Þessir menn eru nú innritaðir í guðfræðisdeild Háskólans: Helgi Tryggvason kennari við Kennaraskólann í Reykjavík. Sverrir Haraldsson, Fáskrúðsfirði. Björgvin Magnússon Reykjavík. Jónas Gíslason, Reykjavík. Gísli H. Kolbeins, Vestmannaeyjum. Björn H. Jónsson, Bakka í Viðvíkursveit. Ingi Jónsson, Reykjavík. Kristján Róbertsson, Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Magnús Guðjónsson, Reykjavík. Magnús Guðmundsson, Reykjavík. Eggert Ólafsson Reykjavík. Fjalar Sigurjónsson, Reykjavík. Ragnar Lárusson, Miklabæ. Rögn- valdur Finnbogason, Hafnarfirði. Þorbergur Kristjánsson, Bol- ungavík. Þorsteinn Thorarensen fulltrúi, Reykjavík. Þorvarður Örnólfsson, Reykjavík. Hálfrar aldar afmæli K.F.U.M. í Reykjavík. Kristilegt félag ungra manna í Reykjavík átti 50 ára afmæli 2. janúar s.l., og var þess minnzt með hátíðasamkomu í húsi K.F.U.M. að kveldi þess dags. Var stofnandi félagsins, dr. Frið- rik Friðriksson, hylltur og honum þakkað frábært brautryðj- andastarf hans. Má telja dr. Friðrik einn af merkustu og ágæt- ustu mönnum í Kristnisögu íslands, og væri þess óskandi, að andi hans fengi að móta starf K.F.U.M. á komandi árum. Jólakveðja til íslenzkra skólabarna var eins og í fyrra send út um land allt fyrir jólin. Bræðra- lag, kristilegt félag stúdenta, gaf út. Kapella Háskólans hefir nýlega fengið pípuorgel, mjög vandað, frá Englandi. Það er af líkri gerð og orgelin nýju í Bessastaða og Eyrar- bakkakirkjum. Myndin framan á Kápu er af Árbæjarkirkju í Rangárvallaprófastsdæmi. Hún er reist árið 1887. Útkirkja frá Kálfholti. Leiðrétting. í síðasta hefti Kirkjuritsins, bls. 275, hafa víxlazt nöfnin undir myndunum. Fremri myndin er af séra Ásmundi Jónssyni, hin af séra Ólafi Pálssyni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.