Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 10
Svo langa stund hefi ég með yður verið,
Svo langa stund hefi ég með yður verið, og þú, Filippus,
þekkir mig ekki? (Jóh. 14, 9).
Þessi spurning Jesú var svar við þungri þrá, þránni
eftir að þekkja upphaf lífsins, tilgang þess og takmark,
sem vísindi allra alda hafa enn látið ósvarað.
Við henni átti Jesús svar. Algilt. Fullkomið.
Það er eins og kristniboðinn sagði við konunginn heiðna
og hirð hans: Þið sjáið fuglinn, sem kemur inn um glugg-
ann. Hann flögrar nokkur vængjatök yfir langeldunum
ykkar hér í höllinni og hverfur svo aftur út í náttmyrkrið.
Svona er lífið. Þið spyrjið: Hvaðan kemur það? Hvert
fer það? Þið vitið það ekki, og harmur nístir hjörtu ykkar.
Viljið þið þekkja hann, sem getur svarað þessum spurn-
ingum og þannig kennt ykkur að lifa?
Hann heitir Jesús — Hvíta-Kristur.
★
Nú var það Filippus postuli, sem bað Jesú sjálfan:
Herra, sýn þú oss föðurinn, og þá nægir oss.
Það er um kvöld í Jerúsalem. Uppi í loftsal, búnum
hægindum, hvílir Jesús og lærisveinar hans á legubekkjum
að lágu borði. Úti er tunglsljós og stjömubjart yfir hvít-
um húsaþökum, en inni logar á lömpum. Skilnaðarmáltíð
hefir farið fram, heilög, dýrleg. Samræður halda áfram
um guðleg mál.
Allir mæna til Jesú, og hann horfir djúpt í hjarta hvers
og eins. Það er eins og allt, sem þeir höfðu lifað saman,
rifjist upp þessa stund.