Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 21

Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 21
SÉRA HAUKUR GÍSLASON 85 Þegar ég minnist vinar míns og skólabróður, síra Hauks, er yfir fagran, blessunarríkan dag að líta. Sá dagur hófst, er Haukur fæddist 14. júlí 1878 að Þverá í Dalsmynni. Voru foreldrar hans Gísli Ásmundsson, bróðir Einars í Nesi, og Þorbjörg Olgeirsdóttir. Átti Haukur til þeirra að telja, er með dugnaði og tápi ruddu sér veg, en var ekki síður um það hugað að greiða öðrum veginn. Það er fagur kapítuli í þjóðarsögu vorri, þar sem sagt er frá því, hvernig foreldrar víðs vegar í byggðum Islands vöktu yfir heill uppvaxandi kynslóðar. Menn hljóta oft að undrast þann áhuga og hina ríku þrá, sem ávallt fann, Vegna þeirrar fórnar, sem kærleikanum fylgir, hamingju- leið, sem börnin skyldu feta. Þannig var samband foreldra °g systkinanna á Þverá. Umhyggju foreldranna var svar- að með marksækinni orku barnanna. Enn eru á lífi systkinin tvö, frú Auður, ekkja síra Árna Jónssonar prófasts frá Skútustöðum, en hann var síðustu ar sevinnar prestur að Hólmum í Reyðarfirði, og bróðir frú Auðar, Garðar Gíslason stórkaupmaður. Minningin geymist um bræðuma, Ásmund prófast og Ingólf lækni. Má hér með sanni tala um dáðríkt starf hinna þjóðkunnu systkina. Yngstur þeirra var síra Haukur, og ævi alla JyJgdi honum hressandi æskublær. Fyrir sjónum mínum Var hann ávallt ungur, gleðin og hinn mildi hlátur sagði frá heilbrigðu hugarfari. Það var ætíð svo í kynnum mín- Um við síra Hauk, að ég hlaut að minnast orðanna: „Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt." Stúdent varð Haukur árið 1901. Beindist hugur hans að guðfræðinámi og hann sá fagran draum rætast, er hann héJt til Kaupmannahafnar. Ári síðar kom ég þangað í sömu erindum. Voru þar þá fyrir 3 íslenzkir guðfræði- nemar, Gísli Skúlason, Guðmundur Einarsson og Haukur Gíslason. Var Gísli þá að lesa undir embættispróf, sem hann lauk nokkrum mánuðum eftir að ég kom til Hafnar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.