Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 23

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 23
SÉRA HAUKUR GÍSLASON 87 stúdentafundum. En það var ekki aðeins hlustað á fyrir- lestra. Sjálfsagt var talið að sækja vel kirkju. Oft var það fastmælmn bundið, að Guðmundur Einarsson skyldi vekja okkur Hauk að morgni sunnudagsins. Var svo haldið til kirkju hvern sunnudag og oft gengið til altaris. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Paulli prédikaði í Frúarkirkju. Ræður hans, trúarhitinn, fegurð málsins, tign þjónustunn- ar. allt þetta benti á „gulleplin í hinum skrautlegu silfur- skálum“. Oft var hlustað á Fenger í Hólmsins kirkju, þar var hin einarða játning, kjarkmikill boðskapur hins trúaða manns. Þá má ekki gleyma Steen í Andrésarkirkjunni, Ussing í Valby, Ricard í K.F.U.M. o. fl. En sá prestur, sem mótaði mest og bezt trúarlíf Hauks var Gad, sem prestur var við Þrenningarkirkjuna Góðir vinir voru í hópnum, Marius Th. Nielsen, er varð mÓög merkur prestur í Khöfn, sonur hans er Chr. Wester- gard-Nielsen, hinn dugmikli Islandsvinur, ennfremur Mari- ós Hansen, sem enn er sóknarprestur í Khöfn og er hinn mesti lærdómsmaður, og marga fleiri mætti telja. Gott og gagnlegt er að eiga fagrar og heilagar æsku- minningar, er hið fornhelga orð bjó í hjartanu: „Vináttan er læknislyf lífsins." En vináttan var umvafin birtu trú- arinnar og gleðinnar, sem trúnni fylgir. Hið fegursta, Seni blasti við hugans sjón, var hið himneska ljós, sem vermdi hjartað. Embættisprófi lauk Haukur í janúar 1907. Kvöld eitt vorum við inni á veitingahúsi einu og lásum blöðin. Benti eS Hauk á auglýsingu, þar sem spurt var eftir manni, er gmti tekið að sér kennslustörf í Nexö á Borgundarhólmi. »Eg sæki um þessa stöðu," sagði Haukur. Hann sendi Uíttsókn, og var honum starfið veitt. Nokkru síðar varð ann kennari í Hellerup, en árið 1909 vígðist hann að- stoðarprestur við Budolfi dómkirkju í Álaborg, en 1912 Varð hann sóknarprestur í Tvede-Linde nálægt Randers a Jótlandi. Þar heimsóttum við hjónin æskuvin minn, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.