Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 24

Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 24
88 KIRKJURITIÐ átti þar indælt heimili í sambúð við konu sína, frú önnu Louise Weiss-Jörgensen frá Vejle á Jótlandi. Þar mátti líta fagurt heimilislíf og blómlegt safnaðarstarf. Á námsárum mínum dvaldi ég oft á Lálandi, og sá þann stað, þar sem sr. Þorgeir Guðmundsson hafði verið prestur. Heitir prestakallið Gloslunde-Græshage, og er ég fór þar um, hafði ég yfir með sjálfum mér orð Jónasar Hallgríms- sonar, er hann flutti síra Þorgeiri kveðju með kvæðinu: „Nú er vetur úr bæ“. Þar segir svo: Senn er Glólundur grænn, senn er Grashagi vænn, þar mun gaman að reika’ yfir engið. Um þetta töluðum við síra Haukur, er fundum okkar bar saman á danskri grund, þar sem enn í dag, eins og á dög- um Jónasar, „ljósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða“. 1 prestakalli síra Hauks mætti íslenzkur áhugi dönskum dugnaði, og vináttubönd voru tengd. Hátíðlegt var að fá að vera þar í sveitakirkjunni, er síra Haukur messaði. Nú varð mikil breyting á högum síra Hauks. Árið 1915 var hann kallaður til Brimarhólms kirkju (Holmens kirke), og þar starfaði síra Haukur óslitið í 33 ár. Var hann þar starfandi með próföstum kirkjunnar, Fenger, Hombeck og Neiiendam og ýmsum öðrum prestum. Þótti það tíðind- um sæta, að íslendingi væri falið prestsstarf við eina hina veglegustu kirkju Kaupmannahafnar. En það sást þegar, að síra Haukur rækti starfið með hinni mestu alúð. Honum var það áhugamál að boða orð Guðs samkvæmt hinni heilnæmu kenningu og þeirri trú, sem bjó í hjarta hans. Boðskapurinn var einlægur og hispurslaus. Síra Haukur var allur í starfi sínu, og átti margar heilagar stundir í hinni fögru kirkju, er Kristján fjórði hafði látið byggja. Það heyrðu menn brátt, að söng- ur síra Hauks prýddi guðsþjónustuna, og því var svo oft

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.