Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 25
89
SÉRA HAUKUR GlSLASON
til hans leitað, er sérstök hátíð var haldin í gömlu kirkj-
unni. Oft talaði síra Haukur við mig um þessi orð, er við
ræddum um hina heilögu daga í musteri Guðs: „Heiður
°g vegsemd er fyrir augliti Drottins, máttur og prýði í
helgidómi hans.“ Síra Haukur átti minningu um þær
stundir, er þessi orð bjuggu með fögnuði í hjarta hans:
»Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir, fallið fram
fyrir Drottni í helgum skrúða." Með hátíðargleði í hjarta
Sekk hann að altari Guðs, og „glöð og þakklát sveif söng-
rödd hans að dýrðar borg“. Honum var ljúft að syngja
Drottni nýjan söng, og með lofsöng í hjarta gekk hann
eð margþættu safnaðarstarfi. Marga vini eignaðist hann,
uvann sér traust og virðingu, og var því á 25 ára starfs-
ufrnæli sæmdur virðingarmerki danska ríkisins.
En sams konar sæmd var honum einnig vottuð af ís-
lenzka ríkinu, því að starfi hans meðal Islendinga var
svarað með þakklæti hinna mörgu, sem höfðu orðið að-
n3°tandi hjálpar hans og leiðbeininga, því að honum var
yndi að því að greiða öðrum veg. Samhliða embætti sínu
starfaði hann meðal Islendinga í Khöfn, hélt íslenzkar
^nðsþjónustur, og studdi að því eftir megni, að Islend-
lngar gætu haldið hópinn, og var í starfi þessu studdur
nf mörgum, bæði körlum og konum, sem glöddust, er ís-
enzku sálmarnir voru sungnir og orðið flutt á íslenzku.
argir leituðu til síra Hauks og mörg prestsverk hefir
ann unnið fyrir Islendinga, er í Danmörku áttu heima
6ða voru þar á ferð. Menn leituðu oft til hans í vanda-
málurn og fengu áheym, holl ráð og góð hjá drenglund-
aðum sálusorgara og vini. Síra Haukur var hvort tveggja
| Senn, kostgæfinn starfsmaður hinnar dönsku kirkju og
rur ættjarðarsonur, er í öllu vildi heill og heiður Islands.
ar sem síra Haukur var, voru með dagfari og starfi borin
ram meðmæli með Islandi.
°ft áttum við síra Haukur tal um þær stundir, er við
ustuðum á þá kennimenn, sem við gátum lært af, hvernig
a að haga súr í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs,